
Circula er að hefja átakið Loftgæði 2.0
Sérstök áhersla er á bætt loftgæði í skólum á öllum skólastigum. Meira um það hér.
Skólar
Í skólaumhverfinu eru margar áskoranir eins og Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands segir réttilega, þá eru oftar en ekki mun fleiri nemendur í hverri skólastofu en gert var ráð fyrir við hönnun þessara bygginga. Þá hefur ekki verið séð til þess að loftræsingin sé uppfærð í samræmi við þann fjölda sem öllu jafna dvelur í rýminu. Skólastofur, íþróttasalir og búningsherbergi, mötuneyti, gangar og skrifstofur kennara eru allt svæði þar sem fjöldinn getur verið mikill.
Mælingar veita öryggi
Circula hefur samið við fremstu fyrirtæki heims á sviði loftgæðamælinga, annars vegar er það Clarity með búnað fyrir mælingu loftgæða utandyra og hins vegar Kaiterra með búnað til mælinga innandyra.
Hreint loft - grundvallarmannréttindi

Clarity
Undanfarinn áratug hefur Clarity orðið leiðandi á heimsvísu í vöktun loftgæða, með 500 milljón+ loftgæðamælingum með 10.000+ einstökum skynjarauppfærslum í 250+ borgum í yfir 85 löndum. Við hefjum mælingar í febrúar.
Kaiterra
Hvað eiga Microsoft, Linkdin, Google, Facebook, Apple, J.P Morgan og fjöldi annarra F500 fyrirtækja sameiginlegt? Jú þau hafa valið Kaiterra sem sinn samstarfsaðila í mælingum á loftgæðum til að tryggja starfsfólki sínu bestu mögulegu starfs-aðstæður.




CIRCULA BÝÐUR LAUSNIR FYRIR BYGGINGAR MEÐ ÁHERSLU Á ENDURVINNSLU, ORKUSPARNAÐ OG ENDURHEIMT ORKU. SÉRSTÖK ÁHERSLA ER LÖGÐ Á LOFTGÆÐI OG GÓÐA HLJÓÐVIST.

MARKMIÐ
Að tefla fram nýjum viðurkenndum lausnum.
Er veitingastaðurinn, bakaríið, kjötvinnslan, mathöllin, stóreldhúsið eða annar rekstur að sóða orku?
Er verið að kaupa ORKU til að blása ORKU út í loftið með loftræsingunni í stað þess að endurheimta á frekar einfalda hátt?
Hefðbundinn veitingastaður getur sparað að jafnaði 85.000 kWs á ári!
Hvað kostar kílóvattsstundin í þínum rekstri?
Endurheimt orku getur verið einföld.
Mæling loftgæða
innandyra
Með stöðugri vöktun loftgæða nota fyrirtæki og stofnanir loftgæða-mæla til að safna gögnum allan sólarhringinn. Þannig verður til heildarmynd af ástandi innilofts og rauntíma sýnileiki. Ólíkt skyndi-prófum sem eru gerð nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar, fer þessi tegund af vöktun stöðugt fram í bakgrunni. Það gerir stjórnendum og rekstraraðilum bygginga kleift að fylgjast með loftgæðum og finna frávik eða hagræðingartækifæri.

Mengun í innilofti í skólum

Hér er bein tilvitnun í Literature review on chemical pollutants in indoor air in public settings for children and overview of their health effects:
"Mengunarefni sem finnast í innilofti í skólum og öðrum opinberum aðstæðum fyrir börn eru svifryk (PM), rokgjörn og hálfrofin lífræn efnasambönd (VOC og SVOC), fjölhringa arómatísk kolvetni (PAH), aldehýð, moskus, þalöt, ólífræn efni, CO2, (koltvísýringur) köfnunarefnisdíoxíð (NO2), óson (O3)) og önnur lífræn og ólífræn efnasambönd, þar á meðal eru vel þekkt ofnæmis-, ertandi og krabbameinsvaldandi efni.
Í rannsóknum á loftmengun í evrópskum skólum, leikskólum og dagvistarheimilum sem gerðar voru á árunum 2012 til 2017 voru um 90 efnamengunarefni greind. Oft var greint frá styrk sem fór yfir innlend og alþjóðleg viðmiðunargildi.
Í mörgum rannsóknum er greint frá því að vísbendingar eru um tengsl á milli heilsuáhrifa og útsetningar fyrir bæði einstökum efnum og blöndun mengunarefna. Útsetning fyrir loftmengun innandyra tengist ýmsum heilsufars-vandamálum hjá börnum, þar á meðal áhrifum á öndunarfæri, taugakerfi og ónæmiskerfi og skerðingu á vitsmunaþroska.
Það getur einnig aukið hættuna á heilsubrestum síðar á ævinni, þar með talið vegna hjarta- og æðasjúkdóma eða krabbameins. Sýnt hefur verið fram á tengsl milli lélegra loftgæða innandyra og lélegrar heilsu í innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, svo sem, Interventions on Health Effects of School Environment, og Schools Indoor Pollution and Health Observatory Network in Europe, auk annarra rannsókna sem gerðar hafa verið á WHO Evrópusvæðinu og á heimsvísu."
Eru þetta efni sem að börnin okkar anda að sér í skólum landsins?

Loftgæði skipta okkur öll máli. Covid faraldurinn lokaði öllum heiminum á örfáum vikum. Fólk um allan heim var lokað inni í íbúðum sínum svo vikum skipti og mátti ekki fara út. Með þessum Covid faraldri uppgötvaði heimurinn allur hversu loftgæði eru mikilvæg heilsu manna. Sem betur fer hafa fyrirtæki þróað lausnir til að bæta loftgæði, sem virka á sýkla, eyða lykt, myglu og VOC.
Sýkingar á heilbrigðisstofnunum eru einnig alvarlegt og útbreitt vandamál þar sem áætlað er að 1 af hverjum 30 sjúklingum fái sýkingu á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur. Centers for Disease Control (CDC) í Bandaríkjunum áætlar að sjúkdómar séu orsök 1,7 milljónir sýkinga árlega á heilbrigðisstofnunum og talið er að dauðsföll í tengslum við þær séu 98.000 á hverju ári.
Talið er að yfir 33% sýkinga í heilbrigðisþjónustu séu tengd loftsmiti.
Hvað er í loftinu sem þú andar að þér?
"One nice thing about silence is that it can’t be repeated"
Gary Cooper

CIRCULA SKER SIG ÚR
Nýsköpunaraðferðir fyrir grænni framtíð
Circula stefnir á að beita nýjustu aðferðum til að framleiða umhverfisvænar bygginga-plötur. Skuldbinding knýr okkur til að hafa jákvæð áhrif á byggingariðnaðinn.
Sá sem leggur frá sér mjólkurfernuna við morgunverðarborðið reiknar kannski ekki með því að hún verði orðin að sterkri og endingargóðri byggingarplötu í vikunni á eftir. En það er markmið Circula að gefa sorpi nýtt líf.

Nokkrar staðreyndir
40%
Byggingariðnaðurinn stendur fyrir 40% af kolefnisfótspori landsins.
45%
Byggingarefni eru þar af 45%.
30%
Erlendar rannsóknir sýna að lofræsikerfi í nýjum eða ný-legum byggingum eyða að jafnaði 30% meiri orku en gert var ráð fyrir í hönnun.
80%
Með því að nota URSA Air lofræsi-stokka þá sparast orka og kolefnis-sporið verður um 80% minna.
BIRGJARNIR OKKAR
Traust samstarf
Samstarf við leiðandi fyrirtæki gerir okkur kleift að veita bestu lausnirnar sem völ er á. Með samstarfi við þekkta framleiðendur getum við boðið hágæða vörur og þjónustu.