top of page
URSA-AIR-InCare-web-carrusel-2.jpg
URSA-InCare-logotipo-URSA-InCare-blue_horizontal-no-registrado.png

Nýsköpun í loftgæðum innandyra til að vernda heilsu fólks!

Loftgæði utandyra hafa verið mikið áhyggjuefni á heimsvísu undanfarna áratugi. Meiri mengun og fjölbreyttari auk þess sem mun fleira fólk hefur margskonar ofnæmi í dag. Aukinn tími innandyra þar sem fólk eyðir öllu jafna 90% af tíma sínum gerir það einmitt nauðsynlegt að finna leiðir til að bæta loftgæðin innandyra. 

 

Af þessum sökum hefur rannsóknar og þróunardeild URSA þróað InCare tæknina, nýjan og frumlegan kost sem snýr að því að bæta gæði innilofts í allskonar rýmum sem eru háð loftræsingu. Með því að nota sérstaka koparjóna tækni sem URSA hefur þróað, er hægt að draga hratt úr dreifingu örvera, baktería, og annarra skaðlegra efna í loftinu. Þessi tækni hefur verið prófuð og staðfest í samræmi við ISO 20743:2013*¹ staðla, sem sýnir að hún eyðir að minnsta kosti 99.99% af vírusum, bakteríum og öðrum mengandi ögnum sem geta verið til staðar í loftinu.

 

URSA er staðráðið í að nota nýsköpun og þátttöku í gerð sjálfbærra bygginga til að skila tækni á markaðinn sem bætir lífsgæði fólks en hugar samhliða að umhverfisáhrifum. 

 

Hugmyndafræði URSA fellur að markmiðum Circula um að bjóða betri og umhverfisvænni lausnir fyrir byggingariðnaðinn, sem skilar sér í  betri heilsu og vellíðan fólks heima og á vinnustöðum.

---

Tilvísanir: *¹ ISO 20743:2013, staðall fyrir prófun á örverum.

URSA-InCare-logotipo-URSA-InCare-blue_horizontal-no-registrado.png

Tækninýjung, hönnuð fyrir fólk!

Þessi nýja InCare tækni URSA, byggir á koparögnum sem blandað er í glerullina. Þær mynda jákvætt og neikvætt hlaðnar jónir sem flæða úr loftræsistokkunum með loftinu sem blásið er inn í þau rými sem loftræsingin er tengd við. Þessar jónir eru óstöðugar og leitast við að ná jafnvægi með því að tengjast öðrum ögnum í loftinu. Það geta verið vírusar, bakteríur, VOC,   ofnæmisvaldar eða myglugró. Þessar agnir falla óvirkar niður eða enda í síum loftræsikerfanna. Þannig aukast loftgæðin. Öll virkni er staðfest af óháðum aðilum. 

01

image.png

Örverur gerðar óvirkar

InCare tæknin byggir á örverueyðandi eiginleikum kopars. Rannsóknir gerðar af óháðum rannsóknarstofnunum staðfesta að nýju URSA AIR stokkarnir með InCare tækninni sýna getu til að draga úr bakteríum og vírusum um allt að 99,99% á innri veggjum stokkanna og í þeim rýmum sem loftið flæðir í. Því hraðar sem sæfiefnið* fer, því betri verða gæði loftsins sem streymir inni.

 

*Sæfiefni eru virk efni og efnablöndur sem innihalda eitt eða fleiri virk efni sem ætlað er að eyða hættulegum lífverum, bægja þeim frá eða gera þær skaðlausar með efna- eða líffræðilegum aðferðum.

Heimild: UST.is

02

Screenshot 2024-08-15 164809.png

Frábær ending

Sýklaeyðingareiginleikar kopars endast allan notkunartímann loftræisistokkanna og viðheldur hamlandi verkun gegn útbreiðslu örvera. Ekki þarf að endurnýja neitt allan rekstrartíma loftræsistokkana sem geta enst í 30 til 50 ár. 

03

Screenshot 2024-08-15 170744.png

Örugg efni

Grunnurinn að InCare tækninni er kopar, náttúrulegt efni sem er nauðsynlegt í okkar daglega mataræði og starfsemi líkama okkar. Kopar er til staðar í mörgum byggingarefnum og virkar frábærlega til að hafa áhrif á örverur. 

Hvernig virkar InCare tæknin?

Ef það vakna spurningar um virkni InCare tækninnar er hægt að hafa samband við Circula eða beint á heimasíðu URSA. (sjá nánar)

URSA-InCare-logotipo-URSA-InCare-blue_horizontal-no-registrado.png
Screenshot 2024-08-21 125739.png

Til að hindra útbreiðslu örvera: þá skipta loftgæði
miklu máli

Bakteríu drepandi eiginleikar InCare tækninnar

Hér að neðan er vísað í nokkrar prófanir sem hafa verið gerðar á URSA AIR InCare stokkunum. 

EN 13403 Evrópustaðalprófanir

Engar vísbendingar eru um vöxt bakteríuþyrpinga eftir 60 daga prófun með:  Saccharomyces cerevisiae CECT-1171

ISO 20743:2007 International Standard Tests

Sönnuð bakteríudrepandi virkni, gildin eru  3,93 í prófunum sem gerðar voru með: Staphylococcus aureus ATCC 6538

Sönnuð bakteríudrepandi virkni, gildin eru 0,28 í prófunum sem gerðar voru með: Escherichia coli ATCC8739

JIS Z 2801:2006 Japanese Standard Tests

Sönnuð bakteríudrepandi virkni, gildin eru 2,4 í prófunum sem gerðar voru með: Staphylococcus aureus ATCC 6538

Sönnuð bakteríudrepandi virkni, gildin eru 3,5 í prófunum sem gerðar voru með: Escherichia coli ATCC8739

STM E 2149-01 American Standard Tests

24 klst. bakteríuprósentu lækkun um 100% í prófunum sem gerðar eru með: Staphylococcus aureus ATCC 6538

24 klst. bakteríuprósentu lækkun um 100% í prófunum sem gerðar eru með: Escherichia coli ATCC8739

AATCC Test Method 100-1998

24 klst. bakteríuprósentu lækkun um 100% í prófunum sem gerðar eru með: Staphylococcus aureus ATCC 6538

24 klst. bakteríuprósentu lækkun um 99,6% í prófunum sem gerðar voru með: Escherichia coli ATCC8739

Mynd1.jpg

Saccharomyces cerevisiae CECT-1171

Mynd2.jpg

Staphylococcus aureus ATCC 6538

Mynd3.png

Escherichia coli ATCC8739

bottom of page