top of page
Eldsvoði 1.webp

Hægt er að koma í veg fyrir flesta eldsvoða í eldhúsum með Eldunarvakt frá Innohome.

Reglulega þarf slökkviliðið að bregðast við eldhúsbrunum á heimilum. Svo eru það þeir eldsvoðar sem fólk slekkur sjálft og fréttast ekki – þeir eru margir.

FYRIRMYND-03.png

Tryggingafélög

Samstarfsaðilar Circula á Norðurlöndunum vinna allir með tryggingafélögum að því að auka forvarnir og fækka tjónum. Það er mikilvægt að standa saman til að ná árangri. Circula hefur því hafið samtal við tryggingafélög hér á landi um að efla forvarnir, draga úr tjónum og stuðla að öruggara og heilbrigðara umhverfi í byggingum um allt land. Verkefnið byggir á sameiginlegri sýn, að raunverulegar forvarnir séu besta tryggingin — að koma í veg fyrir tjón áður en þau verða.

Markmið verkefnisins eru meðal annars:

  • Að fækka vatnstjónum innandyra í íbúðar og atvinnuhúsnæði

  • Að fækka eldsvoðum í heimahúsum og hjá fyrirtækjum

  • Að draga úr tjónakostnaði heimila og fyrirtækja

  • Að knýja fram breytingar í regluverki og byggingavenjum til að ná fram innleiðingu raunverulegra forvarna

  • Að byggja upp fyrirmyndarverkefni þar sem nýsköpun og samfélagsleg ábyrgð haldast í hendur

Við höfum nýverið skrifað undir samstarfssamning við VÍS, sem er fyrsta tryggingafélagið til að taka þátt í þessu verkefni með sérstaka áherslu á vatns- og brunatjón.

 

Vonir standa til að fleiri tryggingafélög bætist í hópinn á næstunni – í sameiginlegri vegferð að öruggara samfélagi þar sem forvarnir eru í forgangi.

Skjámynd 2025-10-15 171130.png
bottom of page