top of page
Tollco_payoff_svensk-1024x294-1-e1590995742900.png

Leiðandi í Evrópu í forvörnum gegn vatnstjónum!

Tollco býður fjölbreyttasta úrval forvarna í Evrópu til að koma í veg fyrir kostnaðarsöm og tímafrek vatnstjón sem verða vegna leka úr vatnslögnum, niðurföllum eða vegna rakamyndunar í fasteignum, íbúðum og einbýlishúsum. 

 

Tollco hefur frá stofnun árið 1995 einbeitt sér að þróun og framleiðslu lekavarna með skýra framtíðarsýn:

 

að koma í veg fyrir vatnstjón áður en það á sér stað.

Lausnir Tollco ná yfir allt svið lekavarna – allt frá einföldum og áreiðanlegum óvirkum vörum eins og þéttiinnleggjum í vaskaskápa eða dropabökkum undir uppþvottavélum, yfir í háþróuð virk kerfi með sjálfvirkri lokun, skynjurum og snjallviðvörunum.

 

Þessi víðtæka þekking og breidd í vöruframboði gerir Tollco að fyrsta vali þegar kemur að því að draga úr áhættu og verja verðmætar fasteignir.

Screenshot 2025-06-03 122737.png

Óvirkar forvarnir

Óvirkar varnir Tollco veita öfluga grunnvörn gegn vatnstjóni án rafmagns eða flókinna kerfa. Þær fela í sér þéttiinnlegg í vaskaskápa, dropabakka, gólfvarnir undir innréttingar og þéttiefni sem sett eru undir búnað og lagnir á viðkvæmum stöðum – til dæmis í vaskaskápum og undir uppþvotta-vélum, kæli- eða frystiskápum. Lausnirnar beina leka á sýnilegan stað og koma þannig í veg fyrir dýrar skemmdir á innréttingum, gólfefnum og veggjum. Sjá nánar

waterfuse-kok-1-1-1.png

Virkar forvarnir

Virku kerfin frá Tollco fylgjast með vatnslögnum húseigna allan sólarhringinn. Þau greina leka eða bilun og loka vatnsinntaki sjálfkrafa áður en tjón verður. Sumar lausnir skila daglegum gögnum um vatnsnotkun, aðrar virkja lokun þegar enginn er í rýminu, og viðvörunarkerfi senda frá sér hljóð- og ljósmerki ef leki greinist. Þetta eru öflug tæknileg úrræði sem henta jafnt fyrir heimili sem í atvinnuhúsnæði. Sjá nánar

Screenshot 2025-06-16 200531.png

Waterguard snjallar lekavarnir

Tollco býður jafnframt vörur frá Waterguard sem eru háþróaðar virkar lekavarnir sem byggja á IoT-tækni og snjallstýringu. Kerfin fylgjast með vatnskerfum eignarinnar allan sólarhringinn og grípa sjálfkrafa inn í ef bilun eða leki kemur upp.  Waterguard+, veitir notendum yfirsýn og stjórn á öllu kerfinu í gegnum app eða snjalltæki – þar má sjá stöðu, fá viðvaranir og stýra lokun á vatni í rauntíma. Lausnir Waterguard eru hannaðar fyrir heimili og smærri atvinnuhúsnæði og sameina öryggi, gagnsæi og einfalt viðmót í einni heildstæðri lausn. Sjá nánar

Skot 1.png

Þróun, gæði og staðfest öryggi

Allar vörur Tollco eru þróaðar, prófaðar og framleiddar á höfuðstöðvum fyrirtækisins í Knivsta, rétt norðan við Stokkhólm. Þar starfar þverfaglegt teymi um 30 sérfræðinga við stöðuga nýsköpun og endurbætur. Vörurnar fara í gegnum strangar prófanir áður en þær fara á markað, og eru vottaðar af RISE í Svíþjóð og SINTEF í Noregi sem er ein stærsta sjálfstæða rannsóknarstofnun Evrópu. Þær uppfylla strangar kröfur sænskra og norskra byggingareglna, sem tryggir gæði og áreiðanleika – óháð því hvar í heiminum þær eru notaðar.

Færri tjón – lægri kostnaður, meiri fyrirsjáanleiki

Tjón vegna vatnsleka eru stórt og vaxandi vandamál hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá innlendum trygginga-félögum nemur kostnaður vegna vatnstjóna um 3 milljörðum króna á ári – en með öllu má ætla að raunverulegur kostnaður sé mun hærri, þegar tekið er tillit til óbeins tjóns, rask á starfsemi, tekjutaps og viðgerða sem falla utan trygginga.

Ein helsta ástæða aukins tjóns er fjölgun tækja sem tengd eru vatni – í eldhúsum, baðherbergjum, þvottaherbergjum og tæknirýmum. Þegar vatn fer að leka án þess að neinn taki eftir því getur skaðinn orðið umfangsmikill á skömmum tíma.

Lausnir Tollco veita bæði sýnilega og snjalla vörn. Óvirkar forvarnir – svo sem dropabakkar, gólfvarnir og þéttiefni – gera leka sýnilegan um leið og hann byrjar, þannig að hægt er að bregðast snemma við. Virkar lausnir fylgjast með vatnsinntaki og þrýstilögnum og loka sjálfkrafa fyrir vatn ef bilun eða leki kemur upp. Viðvörunarkerfi gefa frá sér merki, og í snjalllausnum er hægt að fá tilkynningar í rauntíma í síma eða stjórnkerfi.

Tollco forvarnir henta í íbúðarhúsnæði, sumarhúsum, atvinnuhúsnæði og opinberum byggingum, jafnt sem fasteigna- og leigufélögum. Þær nýtast einnig vel í almennum rýmum þar sem skemmdarverk eru algeng – t.d. á salernum í skólum, sundlaugum eða verslunarmiðstöðvum. Dæmi eru um að einstaklingar stífli vaska og skrúfi frá krönum, eða skemmi búnað, sem getur valdið vatnstjóni á mörgum hæðum. Með búnaði frá Tollco er hægt að bregðast strax við og draga úr umfangi tjóns áður en það nær að breiðast út.

Lausnir Tollco hjálpa til við að:

 

  • Greina leka snemma og bregðast við áður en tjón verður

  • Draga úr umfangi skemmda og minnka áhrif vatnstjóns

  • Veita rauntímaviðvaranir og fjartengda stjórn á vatni

  • Bæta yfirsýn, einfalda viðhald og styðja við ábyrgan rekstur

  • Lækka heildarkostnað vegna viðgerða, tjóna og trygginga

  • Takmarka tjón af völdum skemmdarverka í opinberum rýmum

  • Vernda verðmætar eignir – hvort sem um er að ræða heimili, sumarhús, fyrirtæki eða stofnanir

 

 

Fjárfesting í Tollco forvörnum er því skynsamleg langtímalausn – ekki aðeins vegna lægri kostnaðar, heldur vegna aukins öryggis.

bottom of page