top of page

RAUNVERULEGAR BRUNAVARNIR 

EVO_TITO_white sensor_controller.jpg
Innohome png logo.png

EVO Eldunarvakt

EVO ELDUNARVAKT, hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu, bregst hraðar við hættulegum aðstæðum en nokkur annar öryggisbúnaður án þess að valda pirrandi fölskum viðvörunum. Þessi forvörn fyrir eldavélar er samhæfð við allar rafmagnseldavélar (hámarksbreidd 90 cm).

 

Hægt er að koma í veg fyrir nánast alla eldavélabruna með þessari eldunarvakt. Reglulega þarf slökkviliðið að bregðast við eldhúsbrunum. Svo eru það þeir eldsvoðar sem fólk slekkur sjálft og fréttast ekki – þeir eru ótrúlega margir.

 

Jafnvel minnstu eldsvoðar valda að minnsta kosti óþægindum með reyk, svo ekki sé minnst á þá sem skaða fólk og eru jafnvel banvænir.

 

Yfir 500.000 eldunarvaktir frá Innohome eru þegar uppsettir víða um heim.

 

Þessi búnaður var sá fyrsti til að uppfylla kröfur evrópska staðalsins EN 50615 sem eldunarvakt.

 

EVO er: alltaf uppsett af fagmanni!

Hér að neðan er stutt myndband sem sýnir hvernig EVO Eldunarvakt virkar.

Virkni EVO Eldunarvaktar
EVO Eldunarvakt – meira en reykskynjari eða tímastillir

EVO Eldunarvakt veitir örugga vernd gegn algengustu orsökum heimilisbruna. Hvort sem um er að ræða eldri borgara, einstakling með minnisskerðingu eða ungt fólk sem flytur á sitt fyrsta heimili, þá þurfa aðstandendur ekki lengur að hafa áhyggjur af eldamennsku eða gleymsku – heimilið er öruggt með EVO Eldunarvakt.

 

Venjulegur reykskynjari

Venjulegur reykskynjari lætur aðeins í sér heyra þegar hætta er yfirvofandi, en kemur ekki í veg fyrir að eldur kvikni. Innohome EVO Eldunarvakt bregst hins vegar fyrirbyggjandi við. Komi upp neyðartilvik og íbúinn getur ekki brugðist við sjálfur, rýfur EVO  eldunarvaktin rafmagnið að eldavélinni áður en eldur kviknar. Þetta getur reynst dýrmætt ef íbúi hefur t.d. slasast og getur hvorki slökkt á eldavélinni né yfirgefið íbúðina. Auk þess ætti venjulegur reykskynjari ekki að vera staðsettur í eldhúsum. 

Tímastillir

Víða eru í notkun tímastillar á eldavélum. Þó að þeir séu gagnlegir að mörgu leyti, þá getur einn slíkur ekki komið í veg fyrir snögga og óvænta bruna – til dæmis ef olía er skilin eftir á pönnu. Þá krefst tímastillirinn virkrar aðgerðar frá notandanum, sem getur verið áskorun – sérstaklega fyrir fólk með minnisskerðingu eða einhverskonar hreyfihömlun. Einnig er hætta á að eldavélin og/eða tímastillirinn séu óvart sett í gang, annað hvort af íbúa, barni eða jafnvel gæludýri sem reynir að ná sér í mat.

 

Innohome EVO Eldunarvaktin kemur í veg fyrir eld án aðkomu mannsins

Snjall skynjaratækni Innohome EVO Eldunarvaktarinnar greinir þegar hætta er yfirvofandi og kemur í veg fyrir að eldur kvikni – jafnvel þótt enginn sé heima eða íbúinn geti ekki náð til eldavélarinnar af einhverjum ástæðum. Innohome EVO Eldunarvaktin er einnig frábært öryggistæki fyrir hunda- og kattareigendur sem geta ekki fylgst með gæludýrum sínum allan sólarhringinn og neyðast stundum til að skilja þau eftir ein heima.

Eldtefjandi

og hitaþolið plast

Sjálfvirk bilanagreining 

EN 50615

Uppfyllir kröfur evrópskra staðla fyrir eldunarvakt. 

130 x 130 x 30 mm

Stærð stýriboxins sem sett er fyrir aftan eldavélina

(lxbxh)

97 x 37 x 13 mm

Stærð skynjaraeiningar

(lxbxh)

<1W

Afar lítil orkunotkun

230 Volta

Spenna

1 - 2 - 3 fasa  

Prófað

fyrir rafmagnsöryggi

80 dB(A)

Hámarks viðvörunarhljóð

(1m fjarlægð) 

Þráðlaus samskipti

Skammdrægt tæki

Einkaleyfisvarin tækni 

Verksmiðju parað

Tilbúið til notkunar

Uppsetning

Innohome EVO Eldunarvakt er með fjölbreyttum og auðveldum uppsetningarmöguleikum.Varan samanstendur af hitaskynjara, stjórneiningu og tveimur mismunandi festingum. 

Þráðlausi skynjarinn er festur undir gufugleypinn. Einnig er hægt að setja skynjarann á vegg eða í loft. Stjýrieiningin er tengd við eldavélina og sett upp þar sem hún sést ekki.

Uppsetningin skal einungis vera framkvæmd af fagmanni

 

Innohome EVO Eldunarvakt passar við allar gerðir rafmagns-eldavéla (hámarksbreidd 90 cm).

Myndbandi hér að neðan sýnir hvaða innihald er í pakkanum og allar leiðbeiningar eru á íslensku. ​​​​​

Skjámynd 2025-10-15 201239.png
Skoðaðu uppsetningarhandbókina

EVO Eldunarvakt

2020-02-14-13.58.55-scaled.jpg

Örugg matreiðsla fyrir aldraða og fólk með minnistruflanir

bottom of page