
SSA Snjallreykskynjari

SSA Snjallreykskynjari
SSA er reykskynjari með öryggisrofa sem kemur í veg fyrir rafmagnsbruna áður en hann kviknar.
Heimili eru búin alls kyns raftækjum sem geta kveikt eld. SSA greinir reyk sem kemur frá tækjum sem stungið er í samband við rafmagn og eru að fara að gefa sig. Það slekkur á lekaliðanum í rafmagnstöflunni og kemur þannig í veg fyrir að eldur kvikni.
SSA er finnsk bruna forvörn sem kemur í veg fyrir rafmagns-bruna.
Það er dæmigert fyrir rafmagnselda að bilað tæki, snúra eða fjöltengi sem dæmi mynda reyk nokkrum mínútum áður en eldurinn kviknar almennilega. SSA nemur þennan reyk, sendir boð til lekaliðanns sem rýfur strauminn. Fyrir utan að koma í veg fyrir eldsvoða þá kemur búnaðurinn jafnframt í veg fyrir myndun eitraðra lofttegunda.
Einföld reyk- eða brunaviðvörun er ekki mjög gagnleg ef enginn er viðstaddur til að heyra hana eða bregðast við.
SSA gefur frá sér viðvörun um hættuna en kemur einnig í veg fyrir að eldur kvikni með því að slökkva á rafmagninu til viðkomandi tækis.
ATH ! SSA Snjallreykskynjari skal eingöngu settur upp af fagaðila!
Virkni
Brunavarnir á heimilum eru í dag nánast alfarið byggðar á viðbrögðum við þegar uppkomnum eldi – ekki á raunverulegum forvörnum. Með öðrum orðum: þau verja ekki eignir eða líf – þau veita viðvörun eða bjóða upp á möguleika á viðbragði eftir að eldur hefur kviknað.
Það sem vantar á markaðinn eru lausnir sem beinlínis koma í veg fyrir að eldur kvikni. Þetta er sú grunnþörf sem Innohome vörurnar svara.
Hér að neðan er einfaldur samanburður á þrennskonar búnaði, hefðbundnum reykskynjara, handslökkvitæki og SSA Snjallreykskynjara frá Innohome.

Þó hefðbundnir reyk- skynjarar og slökkvitæki séu nauðsynleg og skipti miklu máli sem hluti af öryggis-kerfum heimila, þá eru þau eingöngu viðbragð við eldi sem þegar hefur kviknað.
Innohome SSA Snjallreykskynjarar skynja ef reykur myndast í biluðu tæki eða snúrum og rjúfa strauminn og geta þannig komið í veg fyrir að eldar kvikni – og geta þannig mögulega forðað tjóni.

Uppsetning
SSA Snjallreykskynjarinn
Uppsetningu og kerfishönnun er aðeins hægt að framkvæma af fagfólki. Vinsamlegast spyrjið söluaðila eða viðurkenndan fagaðila.
Innohome SSA er samhæfður við öll hús og er búnaðurinn tengdur við raflagnir hússins og rafmagnstöfluna og það krefst þess að fagfólk sjái um allar tengingar og hönnun.
ATHUGIÐ: Sumar uppsetningar krefjst þess að setja þarf upp aukahluti sem tengjast rafkerfi hússins og eru þeir þá keyptir sérstaklega. Spyrjið söluaðila eða viðurkenndan fagaðila.

SSA SNJALLREYKSKYNJARI

NOTKUN
SSA Snjallreykskynjarar eru brunaforvarnir. SSA er ætlað fyrir flestar tegundir bygginga. Öll rými þar sem raftæki eru notuð eru í hættu á að þar kvikni í út frá rafmagni. Algeng tæki sem valda rafmagnsbrunum í heimilum eru eldavélar, lampar, þvottavélar og þurrkarar, uppþvottavélar, ísskápar, hleðslutæki og lítil eldhústæki, ásamt tölvubúnaði hverskonar.
VIRKNI SSA:
-
Gefur viðvörun þegar hann greinir reyk.
-
Býr til lekastraumsálag og sendir boð í lekastraums-rofann.
-
Lekastraumsrofinn rífur strauminn að biluðu tæki sem er tengt við rafkerfið og þannig er komið í veg fyrir að eldur kviknar. Þannig er einnig komið í veg fyrir myndun eitraðra lofttegunda.
-
Rafmagn er fljótt komið aftur á með því að lyfta lekaliðanum aftur upp efftir að viðkomandi tæki hefur verið aftengt.
-
Tilbúið til notkunar strax eftir uppsetningu – notandinn þarf ekki að gera neitt.
-
Hægt að tengja við aðra SSA Snjallskynjara.
-
Einföld og hagkvæm leið til að koma í veg fyrir bruna af völdum raftækja og tilheyrandi tjón af völdum reyks og loga.
