Plasma Air lofthreinsibúnaðurinn notar mjúk eða tvípóla jónunartækni til að hreinsa inniloft á öruggan, stöðugan hátt. Búnaðurinn hefur verið settur upp í tugþúsundum fyrirtækja og stofnanna í yfir 70 löndum. Sýnt hefur verið fram á að þessi tækni er mjög áhrifarík á mengunarefni eins og svifryk, bakteríur, vírusa, myglusvepp, lykt og VOC. Allar vörurnar eru UL 2998 vottaðar fyrir núll losun á Óson lofttegundum. Að auki er hægt að ná fram orkusparnaði, þar sem minna þarf að soga inn af hreinu lofti. Nánari upplýsingar um rannsóknir og prófanir er að finna hér.
Jónir: Litlu "loftskrúbbarnir" frá móður náttúru.
Hægt er að setja Plasma Air vörurnar upp í miðlæga loftræstikerfi hvaða bygginga sem er. Þegar loft fer framhjá búnaðinum myndast milljónir jákvætt og neikvætt hlaðinna jóna – rétt eins og í náttúrunni. Þessar skautuðu jónir dreifast í rýmið í gegnum loftræsikerfið og ráðast fyrirbyggjandi á loftmengun í rýminu. Plasma Air er öruggt, þarf lítið viðhald, er auðvelt í uppsetningu, orkusparandi
Plasma Air 600 er ætlað fyrir loftræsikerfi stór og smá. Búnaðurinn veitir örugga og stöðuga lofthreinsun með einkaleyfisvarðri tækni. Búnaðurinn er settur upp á einfaldan máta og krefst lágmarks viðhalds. (Nánari uppl.)
600 og 660 seríurnar eru með UL 2998 viðurkenningu, þær framleiða ekki ósons.
Dregur úr og eyðir:
Myglugróm
Frjókornum, ryki og skinnflögum
VOC og ólykt
Bakteríum og vírusum
Nánari upplýsingar um rannsóknir og prófanir er að finna hér.
Plasma AutoClean 1560 er sjálfhreinsandi búnaður sem framleiðir jákvæðar og neikvæðar jónir. Þessi netta eining veitir örugga og stöðuga lofthreinsun í loftræsikerfum, fjarlægir sjálfkrafa ryk og óhreinindi sem safnast upp á útblásturstúðum og útilokar þörfina á viðhaldi. (Sjá nánar)
AutoClean 1560 eru með UL 2998 viðurkenningu, framleiðir ekki ósons.
Dregur úr og eyðir:
Myglugróm
Frjókornum, ryki og skinnflögum
Bakteríum og vírusum
VOC og ólykt
AutoClean 1560 virkaði 99,99% gegn SARS-CoV-2 í prófunum - Sjá nánar hér!
Plasma BAR er fjarstýrður búnaður fyrir loftræsikerfi. Einingin er fáanleg fyrir fjölþætta notkun í lengdum frá 45cm og upp í 243cm.
Plasma BAR serían er UL 2998 viðurkennd, framleiðir ekki óson.
Dregur úr og eyðir:
Myglugróm
Frjókornum, ryki og skinnflögum
Bakteríum og vírusum
VOC og ólykt
Nánari upplýsingar um rannsóknir og prófanir er að finna hér.
Plasma AIR 7000 SERÍAN er ætluð til uppsetningar í loftræsikerfum og við hitablásara í loftræsikerfum. Fjöldi eininga fer eftir loftflæði kerfisins og alvarleika loftmengunarinnar innandyra. Ætlað fyrir ferhyrnta loftstokka úr blikki/stáli eða URSA AIR Zero 2.
Plasma BAR serían er með UL 2998 viðurkenningu, framleiðir ekki ósons.
Dregur úr og eyðir:
Myglugróm
Frjókornum, ryki og skinnflögum
Bakteríum og vírusum
VOC og ólykt
Nánari upplýsingar um rannsóknir og prófanir er að finna hér.
Plasma Air lofthreinsunarbúnaðurinn notar mjúka jónunartækni til að hreinsa inniloftið á öruggan og stöðugan hátt. Búnaðurinn hefur verið settur upp í tugþúsundum fyrirtækja og stofnana í yfir 70 löndum. Sýnt hefur verið fram á að þessar lausnir óvirkja sýkla, eyða lykt, myglu og VOC. Allar vörurnar eru UL 2998 vottaðar fyrir núll losun á óson lofttegundum. Að auki er hægt að ná fram orkusparnaði þar sem minna þarf að soga inn af hreinu lofti. Nánari upplýsingar um rannsóknir og prófanir er að finna hér.
Rannsóknir
Búið er að rannsaka búnaðinn frá bæði WellAir og Plasma Air mjög mikið. Um er að ræða niðurstöður úr prófunum, á rannsóknarstofum, "case studies" og af vettvangi. Niðurstöður fyrir bæði Bipolar Ionization og NanoStrike er hægt að sjá hér - Resarch.
Við viljum hins vegar benda á tvær af þessum rannsóknum hér að neðan og lauslegar úttektir sem Circula hefur gert á þeim.
Skilvirkni lofthreinsitækja á gjörgæsludeildum.
Ritrýnd rannsókn var birt í Journal of Hospital Infection og greinir hún frá því hvernig notkun lofthreinsitæki frá WellAir (auk loftræstikerfis) virkaði á gjörgæsludeild. Fram kemur hversu áhrifarík leið það getur verið að nota slíkan búnað til að draga úr örveruálagi í lofti og þar með úr sjúkrahússýkingum.
Circula gerði stutta úttekt á skýrslunni með hjálp gerfigreindar. Engu að síður er mælt með því að skýrslan sé lesin.
Systurnar þrjár:
- Enterobacter
- Salmonella
- Listeria
Gerð var rannsók til að meta áhrif WellAir Defend 1050 lofthreinsitækisins á þrjár tegundir af örverum sem geta valdið öndunarfærslusýkingum:
-
Enterobacter cloacae (gram-negatíf baktería)
-
Salmonella enterica (gram-negatíf baktería)
-
Listeria innocua (gram-jákvæð baktería)
Þessar örverur voru valdar vegna þess að þær eru algengar í innandyraumhverfi og geta valdið ýmsum öndunarfærasjúkdómum.