top of page

Meginmarkmið byggingarstaðla er að ná lágmarkskröfum um öryggi, almenna velferð og heilsu fólks. Eru lágmarkskröfur endilega það sem við sættum okkur við?  

LOFTRÆSING

Loftræsibúnaður sem Circula hefur valið sker sig úr fyrir þær sakir að vera einstakur, oft úr endurunnum efnum eða með eiginleika sem aðrir bjóða ekki.

LOFTGÆÐI

Loftgæði skipta okkur miklu máli því við eyðum að jafnaði 90% af okkar tíma innandyra. Það er því mikilvægt að sá búnaður sem skilar okkur því innilofti sem við öndum að okkur sé þannig að hann tryggi hámarks gæði. 

Nokkrar staðreyndir um loftræsingu og loftgæði

Fólk sem mætir í vinnu eða kemur inn á heilbrigðis- eða þjónustustofnanir hefur fullan rétt á því að inniloftið sem það andar að sér sé hreint og heilnæmt. Hreint og heilnæmt inniloft leiðir til minni fjarvista og hærra starfshlutfalls.

"Heimsfaraldurinn (Covid-19) og aðrir öndunarfæravírusar eru í hæstu gráðu öryggisvandamál", segir Maria Albin, yfirlæknir og prófessor við Karolinska Sjúkrahúsið í Svíþjóð.

Á meðan á heimsfaraldurinn stóð yfir jókst skilningur okkar á, hversu mikilvæg góð loftræsing er í raun og veru, segir Jacob Löndahl, dósent við vinnuvistfræðideild og loftflæðitækni, LTH, við Háskólann í Lundi í Svíþjóð.

Rannsókn gerð í LTH Háskólanum í Lundi Svíþjóð

Úðasmit er hættulegt!
Rannsóknin, sem birt var í Clinical Infectious Diseases, rannsakaði útbreiðslu SARS-CoV-2 með úðasmiti á sjúkrahúsum. Niðurstöður hennar hafa víðtæka þýðingu fyrir skilning á loftsmiti almennt. Markmið rannsóknar-innar var að kanna hvaða þættir tengdust hættunni á að finna veiruna í loftinu nálægt sjúklingum með COVID-19. Rannsakendur söfnuðu loftprófum nálægt sjúklingum, greindu þau og tengdu niðurstöðurnar við ýmsa þætti, þar á meðal fjarlægð frá sjúklingi, magni veiru í sjúklingnum, loftræsikerfum og notkun á lofthreinsibúnaði og öðrum meðferðaraðferðum.

Screenshot 2024-10-23 223707.png

Lauslega úttekt á þessari rannsókn, gerð af Circula má nálgast hér.

Screenshot 2024-10-23 224251.png

Rannsóknina má nálgast á þessum link hér.

Lausnir í boði til að skapa betra inniloft

Hér að neðan er yfirlit yfir þær lausnir sem Circula býður til að skapa betri loftgæði. Í boði eru þrír vöruflokkar en þeir eru í fyrsta lagi loftræsistokkar frá URSA AIR með InCare tækninni fyrir ný loftræsikerfi eða til útskiptingar í eldri kerfum. Í öðru lagi er í boði tvípóla jónunartækni frá Plasma Air sem sett er í eldri loftræsikerfi. Í þriðja lagi eru það frístandandi búnaður frá WellAir sem hugsaður er fyrir rými þar sem engin loftræsing er.

Hér að neðan er stutt úttekt á mikilvægi loftgæða!

 

Í þessari úttekt fjallar 60 Minutes um mikilvægi þess að leggja áherslu á að bæta gæði loftsins sem við öll öndum að okkur á meðan við erum innandyra. Flestir Íslendingar eyða 90% af sínum tíma innandyra og því verður aldrei of oft minnt á mikilvægi góðra loftgæða.

Worker with Ladder

Við hjá Circula höfum leitað að góðum lausnum til að bæta inniloft í byggingum. Við bjóðum vörur sem ekki bara bæta loftgæði heldur tryggja heilbrigði fólks heima, í vinnunni og í skólum. Nánari upplýsingar er að finna á hinum ýmsu undirsíðum þessarar heimasíðu eða á tenglum inn á heimasíður samstarfsaðila okkar sem eru meðal fremstu fyrirtækja á sínu sviði í heiminum.

bottom of page