top of page

Innivist

Ísland best í heimi! 

Við viljum gjarnan trúa því að Ísland sé best í heimi og spurningin "hefur þetta verið prófað hér" kemur iðulega þegar eitthvað nýtt er kynnt eða "virkar þetta við íslenskar aðstæður" eða "er þetta íslenskt" ?

 

Við trúum því auðvitað að við séum með hreinasta loft í heimi, engu að síður er það mat Umhverfisstofnunar Evrópu að um 80 ótímabær dauðsföll megi árlega rekja til svifryks á Íslandi. Þetta eru vissulega einhverjar lægstu tölur í Evrópu en háar engu að síður. Ef þessar tölur kæmu úr umferðinni yrði gripið í taumana til að tryggja meiri öryggi. 

 

​Í Svíþjóð telja menn líka að hreinasta loft í Evrópu sé að finna í norður Svíþjóð. Þar er engu að síður hæsta hlutfall astma og ofnæmis hjá börnum í öllu landinu - hærra en í Stokkhólmi sem dæmi!

bic7089_by_bicnick.webp

Þannig eru hlutirnir kannski ekki alltaf eins augljósir og virðist í fyrstu  og klárlega er loftið sem við öndum að okkur ekki "augljóst" eða gæði þess. 

​​Okkur langar að vitna hér að neðan í grein sem skrifuð var árið 2020 af virtum sérfræðingi hér á landi:

INNILOFT OFT MENGAÐRA EN ÚTILOFT

Í fyrstu hljómar það ef til vill undarlega en ef við hugsum okkur betur um, segir það sig sjálft: inniloft getur verið margfalt mengaðra en útiloft. Við opnum gluggann til að hleypa inn fersku útilofti, ekki öfugt. Inniloft á ávallt uppruna sinn í útilofti og því eru loftgæðin inni alltaf að einhverju leyti háð ástandinu utandyra hverju sinni. Húsin okkar mynda nærumhverfi okkar að mestu og því er afar mikilvægt að innivist sé góð og ekki heilsuspillandi. Góð innivist felst í mörgum þáttum eins og loftgæðum, lýsingu, hljóðvist, öryggi, rúm- og fagurfræði.

Tilvísun: https://sibs.is/fraedsla/greinar/loftgaedi-innandyra/

MÖGULEIKAR TIL AÐ BREYTA

Okkar samstarfsaðilar hafa einmitt komist að því að inniloft getur verið 2-5 sinnum mengaðra en útiloft. En þó að loftræsing sé mikilvæg þá þarf kannski ekki bara að stækka og fjölga loftræsirörunum! Það eru til aðrar lausnir sem geta unnið með loftræsingunni og bætt inniloftið svo um munar og jafnvel sparað orku í leiðinni.


Screenshot 2024-12-16 121443.png

PlasmaAir

Rannsóknir hafa sýnt að með notkun Plasma Air búnaðar í lofræsikerfum er hægt að komast af með minna loftræsikerfi, bæta inniloftið og spara orku. Þegar loftræsikerfi er hannað er möguleiki að hanna kerfi með minna innsogi, nota færri síur og spara þannig í innkaupum á kerfinu og rekstri en fengið betri loftgæði.

 

Hér til hliðar er hlekkur á verkefni sem unnið var af verkfræðistofunni OCI Associates í Bandaríkjunum. Verkfræðistofan fékk það verkefni að hanna skólabyggingu sem skyldi notuð sem fyrirmynd fyrir aðrar skólabyggingar í Alachua Sýslu í Flórída. 

Ætlunin var að hanna orkusparandi, hagkvæma byggingu með því m.a. að nýta nýjustu framfarir í hönnun loftræsikerfa. Snemma í hönnunarferlinu völdu verkfræðingarnir tveggja póla jónunar tæknina frá Plasma Air til þess m.a. að geta hannað minna lofræsikerfi. Með minna kerfi gat skólinn komist af með ódýrari búnað en fengið áfram topp loftgæði eins og fyrirskrifað var.  

Fyrir utan þá augljósu kosti að Plasma Air búnaðurinn skilaði betri innilofti, þá voru aðrir kostir einnig við það að minnka kerfið og þeir voru helstir:

 

  • ​Sparnaður í búnaði við hönnun og innkaup

  • Minnka hita- og kæliálag

  • Endurtekinn árlegur orkusparnaður næstu 30 árin+

 

Tæknin var svo valin sem ein af lykilstoðum sjálfbærrar byggingarhönnunar fyrir þennan nýja grunnskóla í Gainesville, Flórída og sem fyrirmynd fyrir aðrar skólabyggingar. 

 

Circula er að bjóða þrennskonar lausnir til að bæta inniloft en þær eru: 

URSA-InCare-logotipo-URSA-InCare-blue_horizontal-no-registrado.png

Nýsköpun í loftgæðum innandyra til að vernda heilsu fólks! InCare tæknin frá URSA AIR byggir á örverueyðandi eiginleikum kopars.

Þegar ný loftræsikerfi eru hönnuð eru loftræsistokkar frá URSA besta hugsanlega lausnin. Bæði tryggir það loftgæði og betri heilsu ásamt því að skapa úrvals hljóðvist þar sem allir stokkarnir eru einangraðir.  Sjá nánar hér

Plasma-Air-Brand-Logo-Large-1.webp

COVID-faraldurinn hefur gert öllum það ljóst að loftið sem við öndum að okkur er sameiginleg gæði. Við deilum því með fjölskyldu okkar, vinum, vinnu-félögum og nágrönnum.

Þetta sameiginlega loft þýðir að við getum ekki aðskilið heilsu okkar og vellíðan frá heilsu og vellíðan annarra. Hátæknilausnir Plasma AIR tryggja að hægt er að hafa heilnæmt loft hvar sem er innandyra. Sjá nánar hér

wellair-logo-png.png

WellAir hefur þróað NanoStrike™ tæknina. Þessi tækni er einstök á heimsvísu og veitir öflugustu  sótthreinsun á innilofti sem til er. 

Hannað fyrir stöðuga vernd allan sólarhringinn.  Matvæla- og lyfjaeftirlitið Bandaríkjana (FDA) hefur samþykkt Defend 400 og 1050 sem Class II lækningatæki. Tækið er viðurkennt í læknis-fræðilegum tilgangi til að sía út og eyða vírusum og bakteríum sem dreifast með úðasmiti innanhúss. Sjá nánar hér. 

bottom of page