top of page

Innivist

Góð innivist er sambland af fjölmörgum þáttum. Við hjá Circula höfum fundið góða samstarfsaðila með lausnir til að bæta innivist og lagt áherslu á gæði innilofts og hljóðgæði.

 

Innivist á heimili og vinnustað hefur einmitt afgerandi áhrif á heilsu okkar og það er sjálfsögð krafa að anda að sér heilnæmu lofti!

 

Að sjálfsögðu ætti aldrei að vera hættulegt að dvelja á eigin heimili!

 

Stærsta rannsóknarverkefni heims á gæðum innilofts, svokölluð Värmlandsrannsókn*¹ sem gerð var í Svíþjóð, sýnir hins vegar að oft á tíðum er inniloftið okkar alls ekki öruggt! Vera okkar innanhúss hefur breyst verulega í gegnum árin og við verjum 90% af okkar tíma innandyra. Heimilin eru gerð þéttari með betri einangrun en oftar en ekki hefur ekki verið hugað nógu vel að því að bæta loftræsingu samhliða þessum aðgerðum. Við höfum kannski ekki nægar rannsóknir hér að styðjast við svo við leitum til Svíþjóðar en þar kemur fram að það eru ekki mörg sænsk heimili sem ná kröfu yfirvalda um nægjanleg loftskipti pr. klukkustund (á heimilum ætti loftflæði  ekki að fara niður fyrir 0,5 herbergisrúmmál á klukkustund (rv/klst.)). Gæti verið að svipað ástand sé hér á landi?

​

Í gegnum árin hafa sænskir ​​vísindamenn rannsakað nákvæmlega hvernig loftskipti er á sænskum heimilum. Prófessor Rydberg rannsakaði loftskipti á heimilum árið 1948, þá var meðalloftskipti 1,2 á klukkustund. Árið 1968 gerði prófessor Sundell svipaða rannsókn, loftskiptin á heimilum svía var þá komin niður í 0,8. Árið 1991 sýndi ELIB (sænsk könnun Norlén og Andersson) að loftskipti á sænskum heimilum var komin niður í 0,4 á klukkustund.

​

Svíar hafa því um langt skeið dregið úr loftskiptum í heimilum sínum - á sama tíma og astma- og ofnæmistilfellum fjölgaði mikið. Prófessor Sundell sýnir í Värmlandsrannsókninni að skýr tengsl eru á milli lítils loftflæðis á heimilinu og astma og ofnæmis hjá börnum. Um 40% barna í Svíþjóð eru með astma og ofnæmi.

​

Þar sem við höfum ekki fundið mikið um skipulegar rannsóknir hér á landi á gæðum innilofts þá verður við að stóla á erlendar rannsóknir - flestir geta verið sammála þeirri skoðun að gæði innilofts hér er síst betri en annars staðar í okkar samanburðarlöndum nema síður sé og öll myglutilfellin undanfarin ár í allskonar húsnæði hér á landi styðja það. 

​

https://www.svenskventilation.se/ventilation/halsa/

​

​

bic7089_by_bicnick.webp

Ísland best í heimi! 

Við viljum gjarnan trúa því að Ísland sé best í heimi og spurningin "hefur þetta verið prófað hér" kemur iðulega þegar eitthvað nýtt er kynnt eða "virkar þetta við íslenskar aðstæður" eða "er þetta íslenskt" ?

 

Við trúum því auðvitað að við séum með hreinasta loft í heimi, engu að síður er það mat Umhverfisstofnunar Evrópu að um 80 ótímabær dauðsföll megi árlega rekja til svifryks á Íslandi. Þetta eru vissulega einhverjar lægstu tölur í Evrópu en háar engu að síður. 

 

â€‹Í Svíþjóð telja menn líka að hreinasta loft í Evrópu sé að finna í norður Svíþjóð. Þar er engu að síður hæsta hlutfall astma og ofnæmis hjá börnum í öllu landinu - hærra en í Stokkhólmi sem dæmi!​

Þannig eru hlutirnir kannski ekki alltaf eins augljósir og virðist í fyrstu  og klárlega er loftið sem við öndum að okkur ekki "augljóst" eða gæði þess. 

​​

​​Okkur langar að vitna hér að neðan í grein sem skrifuð var árið 2020 hér á landi:

INNILOFT OFT MENGAÐRA EN ÚTILOFT

Í fyrstu hljómar það ef til vill undarlega en ef við hugsum okkur betur um, segir það sig sjálft: inniloft getur verið margfalt mengaðra en útiloft. Við opnum gluggann til að hleypa inn fersku útilofti, ekki öfugt. Inniloft á ávallt uppruna sinn í útilofti og því eru loftgæðin inni alltaf að einhverju leyti háð ástandinu utandyra hverju sinni. Húsin okkar mynda nærumhverfi okkar að mestu og því er afar mikilvægt að innivist sé góð og ekki heilsuspillandi. Góð innivist felst í mörgum þáttum eins og loftgæðum, lýsingu, hljóðvist, öryggi, rúm- og fagurfræði.

​

Tilvísun: https://sibs.is/fraedsla/greinar/loftgaedi-innandyra/

MÖGULEIKAR TIL AÐ BREYTA

Okkar samstarfsaðilar hafa einmitt komist að því að inniloft getur verið 2-5 sinnum mengaðra en útiloft. En þó að loftræsing sé mikilvæg þá þarf kannski ekki bara að stækka og fjölga loftræsirörunum! Það eru til aðrar lausnir sem geta unnið með loftræsingunni og bætt inniloftið svo um munar og sparað orku í leiðinni.

​​

Hvernig veljum við síu í loftræsikerfi?

Loftsíur eru, þrátt fyrir einfalt útlit, flókin vara. Síur verða að geta, án óþarflega mikillar mótstöðu, bæði hleypt nægilega miklu loftstreymi í gegn og um leið aðskilið skaðlegar agnir, þ.e. agnir sem valda vandamálum bæði fyrir fólk og loftræstikerfi.

​

Síur eyða orku!

Það hefur töluverðan kostnað í för með sér að loftræsta byggingar. „Eðlilegur“ orkukostnaður fyrir síur, reiknaður sem hlutfall af heildarkerfinu, er allt að 30%. Með því að velja réttu síuna er möguleiki að ná umtalsverðum orkusparnaði og samt haft heilbrigð inniloftgæði. Þetta er tækifæri sem ætti að nýta, þar sem síurnar eru ódýrasti hluti kerfisins til að bæta. En svo má líka bara henda síunum - að hluta til! 

​

PlasmaAir í stað sía

Rannsóknir hafa sýnt að með notkun Plasma Air jónunarbúnaðar í lofræsikerfum er bæði hægt að bæta inniloftið og spara orku. Þegar loftræsikerfi er hannað er möguleiki að hanna kerfi með minni innsogi af heilnæmu lofti og færri síur og spara þannig í innkaupum á kerfinu og rekstri en fengið betri loftgæði. Nýjustu rannsóknarniðurstöður hafa einnig bent á kostnað og heilsufarslegan ávinning af loftræstingu með agnastíun í skrifstofubyggingum. Áætluð lækkun á dánar- og veikindatíðni og tekjutapi sýnir að heildarhagfræðilegur og samfélagslegur ávinningur af því að nota góðan búnað er margfalt meiri en tilheyrandi rekstrarkostnaður. Helsti fjárhagslegur ávinningur er færri tapaðir vinnudagar og meiri framleiðni.

​

Hreint kerfi

Flest loftræstikerfi í dag innihalda einhvers konar síu sem hreinsar innsogsloftið. PlasmaAir bendir á að hægt er að endurskoða áskriftina að síukaupum og velja aðrar lausnir. Að skipta um þessar síur er aðallega mikilvægt út frá hreinlætissjónarmiði, óhreinar síur virka hins vegar ekki nærri eins skilvirkar. Það er líka mikilvægt að skipta um síur oft til að spara orku því óhreinar síur gera allt kerfið óskilvirkt þar sem viðnámið sem loftið hefur þegar það þarf að fara í gegnum síuna eykst. Þetta þýðir að vifturnar þurfa að vinna meira til að koma loftinu á hreyfingu - sem sóar orku. Til að breyta þessu er jónunarbúnaður PlasmaAir góður valkostur. Ódýr í innkaupum, notar ekki síur en skilar frábærum árangri eins og allar rannsóknir sýna. 

​

Circula er að bjóða þrennskonar lausnir til að bæta inniloft en þær eru: 

URSA-InCare-logotipo-URSA-InCare-blue_horizontal-no-registrado.png

Nýsköpun í loftgæðum innandyra til að vernda heilsu fólks! InCare tæknin frá URSA AIR byggir á örverueyðandi eiginleikum kopars.

Þegar ný loftræsikerfi eru hönnuð eru loftræsistokkar frá URSA besta hugsanlega lausnin. Bæði tryggir það loftgæði og betri heilsu ásamt því að skapa úrvals hljóðvist þar sem allir stokkarnir eru einangraðir. 

Plasma-Air-Brand-Logo-Large-1.webp

COVID-faraldurinn hefur gert öllum það ljóst að loftið sem við öndum að okkur er sameiginleg gæði. Við deilum því með fjölskyldu okkar, vinum, vinnu-félögum og nágrönnum.

Þetta sameiginlega loft þýðir að við getum ekki aðskilið heilsu okkar og vellíðan frá heilsu og vellíðan annarra. Hátæknilausnir Plasma AIR tryggja að hægt er að hafa heilnæmt loft hvar sem er innandyra.

wellair-logo-png.png

WellAir hefur þróað NanoStrike™ tæknina. Þessi tækni er einstök á heimsvísu og veitir  öflugustu lausn fyrir sótthreinsun sem til er. 

Hannað fyrir stöðuga vernd allan sólarhringinn.  Matvæla- og lyfjaeftirlitið Bandaríkjana (FDA) hefur samþykkt Defend 400 og 1050 sem Class II lækningatæki. Tækið er viðurkennt í læknis-fræðilegum tilgangi til að sía út og eyða vírusum og bakteríum sem dreifast með úðasmiti innanhúss.

bottom of page