top of page
Plasma air.png

LOFTGÆÐI FYRIR HVERN ANDARDRÁTT

Við öndum að okkur meira en 2000 lítrum af innilofti á hverjum degi. Inniloftið sem við öndum að okkur getur verið allt að fimm sinnum mengaðra en útiloft, verið fullt af vírusum, bakteríum, rokgjörnum lífrænum efnasamböndum (VOC), sveppagróum og ofnæmisvökum, sem geta haft neikvæð heilsufarsleg áhrif.

Plasma Air er eitt af vörumerkjum í eigu WellAir á Írlandi. Fyrirtækin hafa háþróaðar lausnir til að bæta inniloft og hjálpa þannig til við að bæta heilsuna í hverjum andardrætti. Þessar lausnir eru með mismunandi tækni, eru seldar undir mismunandi vörumerkjum eins og sjá má hér að neðan. Þessar lausnir tryggja að loftið sem við öndum að okkur og innanhússumhverfið sem við búum í sé laust við sýkla og mengunarefni sem ógnað geta heilsu okkar.

wellair-logo-png.png
Nanostrike-Technology-Logo.png
Screenshot 2024-08-19 124925.png
1698162599-plasma-air-logo.png
1698784796-novaerus-logo_tagline.png

- Tilvitnun -

“Við enduðum með klínískan og fjárhagslegan ávinning umfram væntingar okkar. Við höfum ekki fengið einn einasta inflúensufaraldur í eitt ár og veikindaleyfi starfsmanna minnkar um 45% milli ára. Ég get ekki mælt nógu vel með Novaerus.”

 

Leopardstown Park sjúkrahúsið, Dublin, Írland

PA-Logo-new-0fd6813a91bd560268f46a715534b00c150a11b3e2d65227b0520be7d78fbc7d.png

Fyrir allar byggingar

Plasma Air vörumerkið stendur fyrir háþróaðar lausnir sem byggðar eru á jónunartækni, ætlaðar fyrir loftræsikerfi sem eru í notkun allan sólahringinn. Þessi tækni dregur úr virkni sýkla og mengunarefni í lofti á áhrifaríkan hátt.

Hér að neðan eru linkar á hluta af þeim lausnum.

WellAir 1.jpg

Tvískauta jónunarrannsóknir

Sýnt hefur verið fram á að Plasma Air lofthreinsilausnir draga úr bakteríum, vírusum, VOC og svifryki á öruggan, áhrifaríkan hátt í tugum óháðra rannsókna.

 

Í tilviksrannsóknum og mati á vettvangi hefur verið sýnt fram á að Plasma Air vörurnar draga úr sýkingu í raunverulegum aðstæðum.

 

Hér er linkur á nánari upplýsingar: Research

Plasma Air vörur skiptast í tvo vöruflokka

Fyrir loftræsikerfi

Lofthreinsunarvörur Plasma Air línunnar hafa verið settar upp í loftræsikerfum þúsunda fyrirtækja, stofnana og heimila í yfir 60 löndum. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að þessar lausnir virka á sýkla og bakteríur, eyða lykt, myglu og VOC, bjóða upp á umtalsverðan orkusparnað. Allar vörur eru UL 2998 vottaðar fyrir enga losun ósons.

Færanleg loftsóttheinsun

Plasma Air hefur einnig þróað Novaerus línuna með Protect og Defend með einkaleyfi sínu á NanoStrike™. Þessi  tæki eru auðveld í notkun, flytjanleg og hljóðlát. Tækin veita öruggustu og hagkvæmustu sýklavörnina í litlum til meðalstórum rýmum. tæki skiptast í tvo flokka. 

 

Defend - Class II lækningatæki

Defend 400 og 1050 hafa einkaleyfis verndaða NanoStrike™ tækni sem WellAir  hannaði ásamt þriggja þrepa Camfil® síukerfi með HEPA síum til að veita öflugustu lausn fyrir sótthreinsun og fjarlægingu agna sem til er. Defend 400 og 1050 eru frístandandi, flytjanlegt lofthreinsikerfi sem eru hönnuð fyrir stöðuga vernd allan sólarhringinn t.d. í heilsugæslu og heilbrigðisstofnunum, í skólakerfinu eða á öðrum stöðum þar sem fólk er og þörf er á að veita sýkingavörn í lofti.

Protect - Síulaus loftsótthreinsun

Protect tækin hafa einkaleyfis verndaða NanoStrike™ tækni sem WellAir  hannaði. Þau eru minni, síulaus og eru frístandandi, flytjanlegt lofthreinsikerfi, hönnuð fyrir stöðuga vernd allan sólarhringinn.  Þau eru mikið notuð í 

- Tannlæknastofur - Heilsugæslur -  Langtímaumönnun sjúklinga - Skóla / Dagheimili - Líkamsræktar- og íþróttaaðstöðu - Hótel og veitingastaði - Smásölu.

Fyrirbyggjandi lofthreinsun fyrir allar byggingar

 

Plasma Air framleiðir vörur sem hreinsa inniloftið í byggingum – þar sem þess er mest þörf – sem leiðir til heilbrigari, orkusparandi innanhússumhverfis í verslunar-, stofnana-, iðnaðar- og íbúðarhúsnæði. Fyrirtækið notar mjög áhrifaríka tækni, annars vegar svokallaða "mjúk jónun" og uppfyllir ákvæði Amersíka ASHRAE's 62.1 IAQ staðlsins og hins vegar einkaleyfisbundna NanoStrike™ tækni. Ekkert fyrirtæki á markaðnum er með sambærilega tækni.

Mygla 

 

Mygla myndar gró sem svífa um í loftinu. Mygla þrífst best í röku umhverfi og er vöxtur hennar háður fjórum þáttum: æti, súrefni, viðunandi hitastigi og vatni.

Lykillinn að því að koma í veg fyrir myglu er að fylgjast með húsnæðinu, hafa stjórn á aðstæðum og sérstaklega raka.

Hér til hliðar er linkur á rannsókn á Myglu og aðferðum til að fækka myglugróm í íbúðarhúsnæði. Circula hefur gert lauslega úttekt á skýrslunni til að sýna helstu niðurstöður en mælir með að skýrslan sé lesin. 

Tekið skal fram að sé um myglugró að ræða í húsnæði er mikilvægast af öllu að uppræta mygluna. Tæki eins og þau sem Circula kynnir hér geta einungis dregið úr skaðsemi og áhrifum myglu eða komið í veg fyrir  að fólk verði fyrir neikvæðum áhrifum af myglugróum í lofti. 

Screenshot 2024-10-25 183843.png
Screenshot 2024-10-25 183948.png

Defend 400 og 1050 Class II Lækningatæki

Athygli er vakin á því að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjana (FDA) hefur samþykkt Defend 400 og 1050 sem Class II lækningatæki. Tækið er viðurkennt í læknisfræðilegum tilgangi til að sía út og eyða vírusum og bakteríum sem dreifast með úðasmiti innanhúss.

bottom of page