
Snjall vatnsloki
Kemur í veg fyrir kostnaðarsamt vatnstjón
Það eru fjölmargar ástæður fyrir vatnstjónum á heimilum fólks. Allir gera mistök, gleyma kannski að skrúfa fyrir kranann sem dæmi og síðan eru það lélegar lagnir sem gefa sig.
Ef við skoðum nokkur dæmi sem VÍS*¹ nefnir á heimasíðu sinni þá kemur fram að:
-
Lagnir í útveggjum og gólfum leka. Ástæður þess geta verið að raki hefur komist að lögnunum og valdið ytri tæringu.
-
Innri tæring verður oft í eir og koparlögnum vegna efnasamsetningar vatns og einnig vegna spennu sem verður þegar mismunandi lagnaefnum er blandað saman.
-
Samskeyti gefa sig vegna óvandaðra vinnubragða við frágang lagna.
-
Ofnar fara að leka t.d. vegna tæringar.
Þá benda tryggingafélögin líka á að mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að vatnstjón út af skorti á viðhaldi eða sliti eru ekki bætt og stór hluti vatnstjóna verða einmitt vegna þess að rör ryðga í sundur.
Þess vegna er mikilvægt að húseigendur séu meðvitaðir um ástand lagna í sínu húsnæði og ekkert er öruggara en að nota CubicSecure skynjarann og sem getur lokað fyrir vatnið sjálfkrafa ef vatnsleki kemur upp. Einmitt svona lausnir eins og Quantify hefur þróað eru mikilvæg til að koma í veg fyrir tjón og geta sparað stórar upphæðir fyrir tryggingafélögin og tryggingataka.
Heimild: *¹ https://vis.is/varnir-gegn-vatnstjoni/


Fullkomið öryggi fyrir heimilið
Greinir jafnvel minnstu leka og lokar fyrir vatnið samstundis

Fyrirferðarlítill
CubicSecure er fyrirferðarlítill og nettur. Þess vegna er yfirleitt auðvelt að koma honum fyrir, jafnvel í þröngu rými.

Góðar merkingar
Góðar og skilmerkilegar merkingar eru að ofan og ljós sem gefa til kynna stöðuna.

Alltaf sítengdur við appið
CubicSecure er sítengdur við appið en þó netið verði óvirkt þá er skynjarinn áfram tengdur, mælir og lokar ef upp kemur leki.
Forðastu tryggingakröfur
vegna vatnstjóns og leka
Þráðlaus tenging og samstillt pörun
CubiSecure er með WiFi-tengingu. Þetta gerir það kleift að hægt er að para það við önnur CubicSecure tæki fyrir tvöfalda vörn, eða önnur snjalltæki til að vernda allt heimilið gegn hugsanlegu vatnstjóni.
Ef kaldavatns leiðsla springur þá lokar CubiSecure líka fyrir heitavatnið svo fólk brenni sig ekki á vatninu úr blönunartækjunum
CubiSecure virkar fullkomlega án nettengingar, það þarf ekki internettengingu til.


reddot winner 2022
Fylgstu með og stjórnaðu öllu beint úr snjallsímanum
Snjallkerfið tengist Wi-Fi í gegnum öruggan vélbúnað. Þú getur stjórnað öllum tækjum þínum og vatnsnotkun. Fylgst með hita, frost- og rakastigsstýringu og hvort upp koma lekar, allt í gegnum Quandify appið.
Handvirk stýring
Ef rafmagns- eða netsambandsleysi verður er hægt að stjórna lokanum handvirkt. Ef netsambandsleysi verður verndar sjálfvirki lokinn samt heimilið og lokar fyrir ef vatnsleki verður..
Uppsetning í gegnum tengibúnað
1/5 af stærð svipaðra vara, sem gerir það kleift að setja það upp jafnvel í minnstu rýmum, án vandræða.
Leka- og örlekagreining
CubicSecure greinir leka og lokar strax fyrir rennslið. Viðvaranir eru sendar beint í snjallsímann í gegnum appið.