
Óvirkar forvarnir
Lekavarnir frá Tollco eru hannaðar til að draga úr hættu á vatnstjóni á stöðum þar sem vatnsleki getur verið bæði falinn og skaðlegur. Vörurnar veita öryggi fyrir íbúa, fasteignaeigendur og fagfólk í uppsetningu – og auðvelda greiningu og viðbrögð við leka áður en tjón á sér stað.

Þéttiinnlegg í skápa
Tollco þéttiinnlegg fyrir vaskaskápa eru hönnuð til að koma í veg fyrir leka í einu viðkvæmasta rými eldhússins. Þau eru einföld í uppsetningu, og fást í ýmsum stærðum sem henta nýjum og eldri inn-réttingum. Þétt hönnunin verndar botn skápsins og auðveldar þrif. Með Tollco þéttiinnleggjum má jafnframt loka öllum leiðum fyrir vatn í gegnum rör og göt, sem myndar lokað yfirborð gegn raka og leka.

Bakkar undir tæki
Tollco býður fjölbreytt úrval af bökkum sem eru sérhannaðar fyrir heimilistæki eins og uppþvottavélar, þvottavélar, kæli- og frystiskápa. Þessar vörur safna upp leka sem myndast í földum rýmum og beina vatninu fram fyrir tækið þar sem það verður sýnilegt. Með þessu er hægt að bregðast við og koma í veg fyrir dýrar viðgerðir vegna skemmda.

Gólfbakkar
Tollco gólfbakkar eru settir undir innréttingar og tæki og koma í veg fyrir að vatn leki undir og bakvið skápa. Þeir eru með upphækkuðum brúnum sem halda vatni á afmörkuðu svæði. Ef leki verður, virkj skynjarar Tollco vöktunarbúnað eða lekaloka (ef slíkur er til staðar), sem gefur viðvörun og lokar fyrir vatnið. Ef ekki er brugðist strax við, leiða bakkarnir vatnið út að fremri hluta skápsins þar sem það verður sýnilegt – og hægt er að grípa inn í áður en skaði verður.

Fyrir kæla og frysta
Sérhannaðir uppsöfnunar-bakkar sem safna upp þéttivatni frá kæli- eða frysti-skápum. Hannaðir til að grípa og beina vatni undan skápunum og koma þannig í veg fyrir uppsafnaðan raka og mögulegt tjón í innréttingum eða gólfefnum.
Fáanlegir í tveimur útgáfum PRO og Standard sem bjóða mismunandi eiginleika og hönnun en ná sama markmiði:
Að sýna raka og leka áður en tjón verður.
Hannað til að veita grunnvernd gegn leyndum raka og vatni sem getur safnast saman undir kælitækjum í daglegri notkun.

Kaffi og vatnsvélar
Bakkar fyrir bæði heimili og vinnustaði. Undir svona búnað sem tengdur er við vatn allan sólahringinn en er án niðurfalls, svo sem eins og vatns- og kaffivélar, eða klakavélar, ætti að vera settur safnbakki sem er viðurkenndur og samþykktur. Safnbakkinn ætti að vera með
rakaskynjara sem er tengdur við viðvörunarbúnað eða lekaloka til að hámarka öryggið.

Þéttingar - þéttingasett
Þéttingasettin frá Tollco eru stillanleg hvað stærð varðar, því óþarfi er að nota margar mismunandi gerðir. Svo er einnig hægt að opna þær til að auðvelt sé að skoða þéttinguna.
Niðurstaðan er fljótleg og auðveld þétting í kringum rör og slöngur í vaskaskápnum.
Þéttisettin eru skipt í tvær gerðir - Annars vegar fyrir uppsetningu á rörum sem eru fyrir í skápunum
eða fyrir uppsetningu á nýjum rörum. Þetta er:
-
Fljótleg uppsetning
-
Með stillanlegu þvermáli
-
Límlaust
-
Hægt að opna og skoða hvort leki sé eða annar misbrestur.

Flóðavarnir
Flóðavarnir frá Tollco eru nýleg viðbót við vöruflokkinn Water-Safe Kitchen. Þær eru hannaðar til að stöðva vatnsrennsli eða beina því örugglega í næsta niðurfall ef leki kemur upp.
Rétt eins og aðrar vörur Tollco eru flóðavarnir ætlaðar fyrir falin rými þar sem erfitt getur verið að greina leka áður en hann veldur tjóni.
Uppsetningin er einföld og krefst engrar sérþekkingar. Smiður getur auðveldlega komið vörunni fyrir – ekki þarf að stilla þessar varnir af né mæla halla á gólfinu.

Diaflex - þétting
Diaflex hólkur fyrir upp-þvottavélarslöngur og vatns-slöngur. Diaflex er sveigjanlegur og sléttur hólkur sem slöngur og snúrur eru snyrtilega leiddar í gegnum. þannig er botn vaskaskáps varinn.
Hann kemur í veg fyrir núning milli slanga, og tryggir þéttingu.
Hentar bæði í nýjar innréttingar og fyrir endurnýjun. Göt á skápabotninn eru búin til með hefðbundinni 86 mm gatsög.
Sjá nánar notkun á Diaflex þéttingum í myndbandi hér fyrir neðan.