

Forðumst vatnstjón
Vatnstjón eru: algeng, dýr og erfið - en oftast er hægt að koma í veg fyrir þau! En hvernig?
Á hverjum degi verða íslensk heimili fyrir vatnstjóni – stórum sem smáum. Það getur verið sprunga í röri, bilun í tæki eða einfaldlega mannleg mistök. Afleiðingarnar eru oftast meiri en fólk gerir sér grein fyrir: tjón á eignum, rask á daglegu lífi, kostnaður og stundum skaði á heilsu.
Góðu fréttirnar eru þær að mörg vatnstjón er hægt að koma í veg fyrir með einföldum en áhrifaríkum aðgerðum.
Við byrjum hér – með fyrstu og mikilvægustu skrefunum í vatnsöryggi með fyrirmynd í forvörnum!
Staðan í dag
Vatnstjón eru með algengustu tjónum sem íslensk heimili verða fyrir – og þau eru líka með þeim dýrustu, bæði fyrir tryggingafélög og fasteignaeigendur.
Þrátt fyrir umfang tjónanna skortir samræmda yfirsýn og sameiginlega stefnu í forvörnum. Gögn eru helst aðgengileg frá einstökum tryggingafélögum, svo sem VÍS, en erlendar fyrirmyndir sýna að markviss nálgun getur skilað miklum árangri. Þar að auki erum við hér á landi langt á eftir í innleiðingu skilyrðislausra forvarna í lögum og reglugerðum.
Um hvað snúast vatnstjón?
Vatnstjón er ekki bara vatn á röngum stað – það er heldur ekki bara fjárútlát heimila og tryggingafélaga - það hefur keðjuverkandi áhrif sem ná langt út fyrir augljósar skemmdir. Þegar vatn kemst í rými þar sem það á ekki að vera, skapast bæði sýnilegt og ósýnilegt tjón: byggingarefni bólgna, mygla getur myndast, rafkerfi skemmast og eigur glatast.
En afleiðingarnar eru ekki aðeins staðbundnar – þær ná til fjárhag heimilanna, heilsu íbúa og umhverfisins í heild. Vatnstjón snýst því ekki bara um vatn – heldur líka um:

Fjárhag
Fjárhagslegar afleiðingar: hundruð þúsunda króna eða milljónir í tjóni, bæði fyrir eigendur og trygginga-félög í hvert skipti sem tjón verður. Mikill fjöldi tjóna kemur ekki fram í neinni tölfræði þar sem aldrei er tilkynnt um þau, en skaðin fyrir einstaklinginn og samfélagið er engu að síður til staðar.

Heilsu
Rakaskemmdir og mygla geta haft bein áhrif á öndunarfæri og vellíðan fólks. Allt of mörg dæmi um heilsubrest út af myglu af völdum vatnsleka. Í sumum tilfellum hafa slíkir lekar verið árum saman án þess að vera uppgötvaðir.

Umhverfið
Ótímabærar útskiptingar á efnivið og viðgerðir valda óþarfa CO₂ losun, aukinni efnisnotkun og úrgangi. Vatnstjón er talið varða að minnsta kosti fjögur markmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun, s.s. er lítur að heilsu, nýsköpun og uppbyggingu, sjálfbærar borgir og samfélög auk ábyrgrar neyslu og framleiðslu.
Hvernig og hvar verða vatnstjónin?
Við erum að tala um vatnstjón innanhúss – á stöðum þar sem vatn er nauðsynlegur hluti af daglegum búnaði eða ferlum, en öryggið er háð smáatriðum. Vatnstjón geta komið skyndilega eða myndast smátt og smátt – og því skiptir máli að vita hvar hættusvæðin eru.
Algengustu orsakir tjóna eru:
Samkvæmt tölum frá VÍS stafa 49% tjóna af lögnum og 51% af tækjum og umgengni. Það þýðir að ábyrgðin og tækifærin til úrbóta eru dreifð – og hægt að bæta öryggið á mörgum stigum.
Forvarnir - lykillinn að árangri
Vatnstjón má í flestum tilvikum koma í veg fyrir – ef gripið er til viðeigandi ráðstafana meðvitað og tímanlega. Forvarnir eru hornsteinn verkefnisins Fyrirmynd, og samanstanda þær af fræðslu, einföldum úrbótum og nýjustu tækni.
Við greinum forvarnir í þrjá meginflokka:

Fræðsla
Árangursrík forvörn hefst á vitund. Samstarfshópur um varnir gegn vatnstjóni var stofnaður árið 2013 og hefur gegnt lykilhlutverki í að efla umræðu og miðla upp-lýsingum til fagfólks, hönnuða og almennings.
En það þarf meira til.

Virkar forvarni
Snjallbúnaður sem skynjar leka, mælir vatnsnotkun og lokar sjálfkrafa fyrir vatn þegar hætta skapast. Hér falla t.d. undir snjallskynjarar, lekalokar og vöktunarkerfi með appstýringu.
Sjá nánar hér.

Óvirkar forvarnir
Lausnir sem koma í veg fyrir að vatn breiðist út, jafnvel áður en leki er skynjaður. Þar má nefna söfnunarbakka undir tæki, þéttingar við röratengingar og einangrun á áhættusvæðum – oft einfaldar en áhrifaríkar lausnir sem draga verulega úr tjónahættu.
Sjá nánar hér.
Eldhúsið er hættulegasti staðurinn
Fyrirmyndar forvarnir Tollco
Tollco hefur sérhæft sig í hagnýtum og einföldum lausnum sem draga úr hættu á vatnstjóni í eldhúsum og öðrum votrýmum. Ekkert fyrirtæki í Evrópu er með sambærilegar forvarnir. Vörurnar eru hannaðar með það í huga að hægt sé að setja þær upp hratt og örugglega án þess að raska innréttingum eða vatnslögnum – og þannig gera fagfólki, hús-eigendum og hönnuðum kleift að vatnsverja rýmið á áhrifaríkan hátt.
Með kerfisbundinni notkun Tollco forvarna má gera eldhúsið að öruggu svæði – með bæði sýnilegum og ósýnilegum vörnum sem fanga leka áður en hann veldur tjóni, beina vatni í réttan farveg og styðja við virkni lekaskynjara og lekaloka.
Til að skapa alhliða vörn í eldhúsi mælum við með eftirfarandi lausnum frá Tollco:

1. Þéttiinnlegg í skápa
Flest vatnstjón greinist í skápnum undir vaskinum. Með því að setja vatnsheld innleggi í skápinn ásamt skynjara þá kemur viðvörun um leka um leið og hann gerist. Svona lekar geta verið árum saman, í litli mæli en stöðugir og skapa þannig kjöraðstæður fyrir myglu.
2. Þéttiefni og þéttingasett
Fjölbreytt úrval af þéttingum fyrir næstum allar gerðir af lögnum sem finnast í vaska skápum. Þær eru sniðnar að sænskum vatnsvarnarlögum og hafa verið prófaðar og vottaðar.
3. Uppsöfnunarbakkar fyrir kæliskápa, frysti og uppþvottavélar
Safna og leiða vatn þannig að leki kemur strax í ljós. Skálarnar eru nauðsynlegar samkvæmt reglum í mörgum löndum en við erum ekki komin svo langt hér á landi.
4. Votrýmí í eldhúsi
Heilt kerfi til varnar vatnstjóni við uppsetningu á nýju eldhúsi. Fullt af lögnum liggja undir innréttingum oft á tíðum. Þessar lagir eru ósýnilegar en geta skapað mikla hættu ef leki verður.
5. Vatnsvöktunarbúnaður
Vinnur á svipaðan hátt og reykskynjari og gefur frá sér viðvörun um leið og leki kemur upp, sama hversu lítill hann er.
6. Lekalokar
Með lekaloka undir vaskinum eða við vatnsinntak lokast fyrir vatnið um leið og minnsti leki kemur upp og jafnframt er látið vita með hljóðviðvörun eða í appi hvað hefur gerst.
Sjá nánar hér.






