Leiðandi fyrirtæki í einangrun í Evrópu
Nýsköpun í loftgæðum innandyra til að vernda heilsu fólks!
URSA er í dag einn stærsti evrópski framleiðandi einangrunar fyrir hita- og hljóðeinangrun bygginga. Áherslan er á hljóðvist og orkusparnað. URSA er með 11 verksmiðjur um alla Evrópu en höfuðstöðvarnar eru á Spáni. Ursa er hluti af Etex Group sem er starfandi í 45 löndum, með 160 fyrirtæki og 13.500 starfsmenn.
​
Einn af fyrstu vöruflokkum sem Circula kynnir eru URSA AIR vörurnar með InCare tækninni. Vörurnar eru allt að 80% úr endurunnu gleri og byggja á sérstakri tækni sem fyrirtækið hefur þróað til að bæta gæði innlofts. InCare tæknin byggir á örverueyðandi eiginleikum kopars. Rannsóknir gerðar af óháðum rannsóknarstofnunum staðfesta að InCare tæknin getur dregið úr fjölda baktería og vírusa um allt að 99,99%. Engin sambærileg tækni er til í heiminum.
Endurvinnsla skiptir máli
​URSA AIR vörur hjálpa til við að draga úr orkuþörf og minnka kolefnisspor bygginga. URSA er fyrirtæki sem er meðvitað um, og ber virðingu fyrir umhverfinu. Framleiðslustefna fyrirtækisins er sífellt sjálfbærari og hefur minni áhrif á umhverfið. Einangrunarvörur fyrirtækisins innihalda nú þegar allt að 80% endurunnið efni, ef um er að ræða glerull.
Árið 2022 vann URSA úr nærri 36.000 tonnum af endurunnu efni. URSA leggur einnig sérstaka áherslu á allan lífsferil vörunnar: framleiðslu, geymslu, flutning og uppsetningu.
Til að veita gagnsæi á markaðnum er fyrirtækið með óháðar vöruprófanir og vottanir, sem eru áreiðanlegasta leiðin til að sannreyna gæði, öryggi, heilsu og orkuframmistöðu allra efna í gegnum lífsferil þeirra.
URSA vörurnar henta vel bæði í nýbyggingum og endurnýjun eldri bygginga. Samkvæmt nýlegum erlendum rannsóknum eru lofræsikerfi í nýjum eða nýlegum byggingum að eyða að jafnaði 30% + meiri orku en þörf er á. URSA AIR lofræsistokkarnir henta vel til að laga slík kerfi og nýta orkuna betur og laga hljóðvistina í leiðinni þar sem allir loftræsistokkarnir eru í raun með hljóðeinangrun.
Dæmi eru um að heildar kolefnisspor nýbygginga hafi minnkað um 5,5% bara við það eitt að velja aðra tegund loftræsistokka en blikk þ.e. endurunnið gler eins og loftræsistokkarnir frá URSA eru og fá í leiðinni mun betri loftgæði og hljóðvist.
Hvaða tegund velur þú?
URSA AIR Zero A2
Fyrsta tegund af loftræsistokkum sem valin hefur verið til markaðssetningar á Íslandi er URSA AIR Zero A2. Þessir stokkar hafa öll helstu gæði sem InCare tæknin býður upp á og má fullyrða að sennilega eru þeir bestu loftræsistokkar sem völ er á í heiminum í dag. Fyrir neðan eru nokkur helstu tækniatriði Zero A2.
URSA AIR Zero A2
Við viljum nefna öðru fremur eftirfarandi atriði sem skipta máli varðandi gæði Zero A2
Loftgæði
InCare tæknin með 99,99% virkni - betri loftgæði
Hljóðvist
Frábær hljóðvist sem skiptir miklu máli fyrir alla.
Endurvinnsla
85% endurunnið efni og spara orku, þéttleiki D
Auðvelt að vinna
Fisléttir auðvelt í upp-setningu og viðhaldi.
Brunaeiginleikar
Frábærir eiginleikar gagnvart bruna
Út um allt
Hægt að festa á veggi og loft - leiða ekki hljóð
Kostir Zero A2
- Lágmarks hitatap, hámarks orkunýtni. URSA AIR vörur uppfylla kröfur RITE vegna mikils hitaþols sem glerullin veitir. Varmaleiðni er gefin upp sem fall af hitastigi í samræmi við EN 14303 staðalinn.
- Frábær hljóðdeyfing, lágmarks hljóðdreifing. Frábær hljóðdeyfing þessarar vörulínu gerir það að verkum að hávaði sem berst í gegnum stokkana er í lágmarki. Nefna má að hægt er að festa alla URSA AIR stokka beint á loft eða veggi því þeir leiða ekki hljóð, öfugt við blikk eða stálstokka!
​
- Framúrskarandi brunavörn, óbrennanlegt. URSA AIR vörur hafa frábær mótstöðu gagnvart eldi. Úrval óbrennanlegra vara, flokkað í A2-s1,d0 í URSA AIR Panel Tech2 og URSA AIR Zero A2, og jafnframt í flokki A1 er URSA AIR óbrennanlegu álteppin, vörunúmer M3603.
​
- Bætir loftgæði. InCare tæknin byggir á koparjónun, hún flýtir fyrir eyðingu örvera sem kunna að vera í þeim rýmum sem loftræsingin er tengd við. Milljónir af jákvætt eða neikvætt hlöðnum jónum flæða úr loftstokkunum inn í þau rými þar sem fyrir er öllu jafna óhreinindi í loftinu. Hvort sem það er bráðamóttaka á sjúkrahúsi, skólastofa, skrifstofurými eða matvælaframleiðsla eru óhreinindi í loftinu. Þar sem fólk er og kemur saman eru loftbornar agnir sem eru mengaðar vírusum, bakteríum, ofnæmisvöldum, VOC eða myglugróum. Þessar agnir dreifast m.a. með úðasmiti og þær jónir sem koma hlaðnar mínus eða plúsorku reyna að leita jafnvægis og tengjast þessum ögnum í loftinu. Agnirnar annað hvort falla óvirkar niður eða enda í síum í útblæstri loftræsikerfa og loftgæðin innandyra aukast og verða um leið öruggari.
- - - - -
Við hjá Circula fullyrðum að engir loftræsistokkar á markaðnum standast þennan samanburð!
Minnkun umhverfisáhrifa
URSA AIR InCare loftstokkarnir eru frábær lausn til að draga úr heildar umhverfisáhrifum bygginga. Fyrir nýbyggingar eða viðbætur á gömlum kerfum eða við úskiptingar. Hér að neðan kemur fram hvaða punktum má ná í BREEM eða LEED vottunarkerfunum með notkun þessara frábæru stokka.
Dæmi er um að HEILDAR kolefnisspor skrifstofubyggingar hafa lækkað um 5.5% við það eitt að skipta blikkstokkum út fyrir loftstokka úr glerull!
Fínstilla orkuafköst (allt að 18 stig)
Þar sem URSA AIR stokkar stuðla að því að draga úr orkutapi í kerfinu, þökk sé varmaeinangrun þeirra og loftþéttleika, stuðla þau einnig að því að uppfylla þessa kröfu.
Lækkun á áhrifum lífsferils byggingar (allt að 5 stig)
Uppbygging vörubirtingar og hagræðingu - umhverfisvöruyfirlýsingar (allt að 2 stig) URSA getur veitt EPD fyrir vörur sínar til að hjálpa til við að uppfylla þessar kröfur.
Uppbygging vörubirtingar og hagræðingar - uppspretta hráefnis(allt að 2 stig)
Yfir 35% endurunnið efni eftir neyslu er notað til að framleiða glerullina sem URSA AIR plötunum eru framleiddar úr.
Þetta kemur fram á umhverfismerki.
Upplýsingagjöf um byggingarvöru og hagræðingu - innihaldsefni (allt að 2 stig)
Vörur án SVHC (óæskilegra efna sem valda áhyggjum í byggingageiranum) samkvæmt REACH. URSA AIR vörur eru ekki með á REACH listanum.
Lítið losandi efni (allt að 3 stig)
URSA vörur geta talist vera efni sem losa lítið (t.d. A+ einkunn í Frakklandi, eða Indoor Air Comfort Gold).
Hitaþægindi (1 stig)
Eiginleikar einangrunninnar í URSA stokkunum hjálpa til við að ná þessu marki.
Myndir af URSA AIR loftstokkum
Auðveld uppsetning
URSA AIR InCare loftræsistokkarnir eru afhentir flatir á bretti sem dregur úr plássþörf við flutning og geymslu á vinnustöðum. Circula mun bjóða tvennskonar möguleika:
-
ÓSKORINN PANELL - í boði verð óskornir panelar afhentir í kössum sem viðurkenndir URSA AIR skurðarmenn geta unnið með á verkstæði eða byggingarstað. Þá eru stokkarnir, hné, té eða aðrar samsetningar sérsniðnar með sérstökum verkfærum á auðveldan, skjótan og nákvæman hátt sem dregur úr þörfinni fyrir sérhæfða tengihluti. Þannig er auðvelt fyrir viðurkenndan skurðarmann að sníða eftir hentugleika og uppsetning er auðveld þar sem allt efni er fislétt og meðfærilegt. Einn maður getur auðveldlega ráðið við að setja saman flókin loftræsikerfi þó ákjósanlegast sé að fleiri vinni verkið. Minnt skal á að allir stokkar eru alltaf einangraðir sem þýðir hámarks nýtingu á orku auk þess sem hljóðvist er mun betri.
-
CNC SKORINN PANELL - einnig verður í boði panell sem skorinn er með CNC tölvuskurðarvél. Þá pantar viðskiptavinurinn skurð eftir hönnun verkfræðinga í flestum tilfellum og CNC vélin sér um að sníða 100% réttan skurð. Afskurður er fjarlægður svo ekki þarf að sjá um að fjarlægja hann á byggingarstað. Skornum panel er raðað aftur í kassana með filmu á milli, allir hlutar númerað eftir teikningum svo auðvelt er fyrir viðurkennda URSA AIR skurðarmenn að raða og líma saman. Þannig er vinnan á byggingarstað lágmörkuð og einskorðuð við samsetningu og að hengja kerfið upp. Þar sem allir URSA AIR stokkarnir eru fisléttir er hægt að setja saman á vinnuborði eða á gólfi langa stokka og einn eða fleiri geta síðan sett saman á auðveldan hátt. Ef upp koma breytingar á vinnustað er auðvelt fyrir viðurkenndan URSA AIR skurðarmann að sérsníða lausnina á staðnum svo allt gangi upp.
Með báðum þessum aðferðum er niðurstaðan hröð uppsetning í einu þrepi samanborið við mörg þrep sem krafist er þegar um einangraða lagnavinnu er að ræða. URSA AIR stokkarnir eru líka >50% léttari en málmstokkar + steinullar einangrun og ekki hægt að líkja saman vinnulega séð.
Hér að neðan eru helstu URSA AIR vörurnar
með InCare tækninni.
URSA AIR Manta Zero IN M8703
URSA AIR glerullarteppi með InCare tækni fyrir innri einangrun í loftræsistokkum úr málmi, í samræmi við UNE EN 14.303. Teppið er klædd á annarri hliðinni með hljóðdeyfandi efni. Auk þess að veita hitaeinangrun, dregur það úr útbreiðslu hávaða í gegnum rásina þökk sé hljóðdeyfingartækni vörunnar. (sjá nánar)
URSA AIR Reinforced aluminum blanket M5102L
URSA AIR glerullarteppi með InCare tækni til ytri einangrunar á loftræsingarrásum úr málmi, í samræmi við UNE EN 14303, húðuð á annarri hliðinni með hreinu áli sem styrkt er með glerneti. Teppið er með styrktri kraft-álhúð og skörun á samskeitum til að auðvelda samtengingu.
URSA AIR Pure non-combustible aluminum blanket M3603
URSA AIR glerullarteppi með InCare tækni til ytri einangrunar á loftræsingarrásum úr málmi, í samræmi við UNE EN 14303, húðuð á annarri hliðinni með hreinu áli sem styrkt er með glerneti.
Sérlega brunaþolin vara, sérstaklega ætlað fyrir aðstæður sem krefjast óbrennanlegra efna. (sjá nánar)