top of page
Main-01.png

​Um allan heim eru fyrirtæki og stofnanir að vekja athygli á mikilvægi loftgæða. Ólíkt annarri umhverfismengun, eins og hávaða eða birtustigi, getur verið erfitt að skynja léleg loftgæði. Við getum mælt gæði útilofts og brugðist við ef þau versna og vissulega er hægt að gera ráðstafanir til að lágmarka skaðann sem af slæmum útiloftgæðum getur hlotist. Gæðum innilofts er hins vegar vel hægt að stjórna og bæta.

 

Circula hefur ákveðið að fara í átak til að bæta gæði inniloft á heimilum og í fyrirtækjum og stofnunum. Verkefnið köllum við Loftgæði 2.0 þar sem við teljum að komið sé að því að við viðurkennum vandann og gerum eitthvað í honum. Það er ekki nóg að mæla gæði innilofts á einum og einum stað á nokkurra ára fresti, skrifa um það skýrslu og gera svo ekkert meira.

 

Hreint loft eru grundvallarmannréttindi og enginn ætti að þurfa að mæta á vinnustað þar sem loftgæðin eru þannig að heilsutjón skapist af því. Í nýrri skýrslu: “Kortlagning á innilofti í skólum og leikskólum á Íslandi” sem unnin var af verkfræðistofunni Cowi fyrir Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kom eftirfarandi fram: 

 

“Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að loft innandyra getur verið allt að 2-5x mengaðra og stundum meira en 100 sinnum mengaðra en loft utandyra.”

 

Við þetta má bæta að við sem búum á norðurhveli jarðar eyðum að jafnaði 90% af tíma okkar innandyra!

Þá liggur í augum uppi að það er ekki nóg að mæla loft á örfáum stöðum utandyra!

​​

Hér á heimasíðu Circula er farið yfir þær lausnir sem Circula kynnir, annars vegar að mæla úti og inniloft, hins vegar að gera eitthvað í því ef loftgæðum er ábótavant. Við skiptum verkefninu Loftgæðum 2.0 upp í fjóra flokka og er nánari lýsing á þeim hér fyrir neðan.

Hreint loft - grundvallarmannréttindi

Samstarfsfyrirtæki Circula í Loftgæðum 2.0 

Clarity white_logo-1.webp

Clarity er fyrirtæki sem sérhæfir sig loftgæðamælingum utandyra. 

Logo.png

URSA Air framleiðir InCare loftræsistokka úr endurunnu gleri fyrir ný loftræiskerfi eða til endurnýjunar á eldri kerfum.

Kaiterra White-logo-email.webp

Kaiterra eru fremstir í mælingum loftgæða innandyra. 

WellAir_Logo_2.png

WellAir framleiðir lofthreinsibúnað með NanoStrike™ tækninni.

Plasma Air Logo-Reversed.png

Plasma Air framleiðir tækni til að bæta við loftræsikerfi. 

Borg-Byggingalausnir-logo-PNG Mögulega.png

Borg Byggingalausnir er þekkt fyrir vönduð vinnu-brögð og áreiðanlega þjónustu varðandi allt er tengist blikk- og járnsmíði.

bottom of page