
Rétturinn til góðra loftgæða innandyra – fyrir komandi kynslóðir
Að bæta loftgæði er mikilvægt fyrir velferð og velgengni komandi kynslóða. Þetta er sérstaklega áberandi í tengslum við skóla þar sem börn eyða verulegum hluta af tíma sínum. Til viðbótar við heilsufarslegan ávinning af góðum loftgæðum, hafa rannsóknir sýnt að góð endurnýjun lofts innanhúss, sem leiðir til lágs CO2 styrks í loftinu inni í skólum, eykur í raun einbeitingu og getu barna. Ef réttu úrræðin eru fyrir hendi þá fækkar veikindadögum nemenda og starfsfólks.
Hægt er að takast á við loftborin úðasmit sem innihalda vírusa og bakteríur, svifryk, myglugró, húðflögur, frjókorn og aðra ofnæmisvalda ásamt rokgjörnum lífrænum efnasamböndum (VOC). Með því að bæta loftgæði í skólum, stöndum við ekki aðeins vörð um heilsu barna okkar heldur ræktum við einnig ákjósanlegt námsumhverfi sem gerir þeim kleift að einbeita sér, læra og nýta fræðilega möguleika sína.
Hér að neðan eru þeir fjórir þættir sem saman mynda ÖRUGGAN OG HEILBRIGÐAN SKÓLA MEÐ BETRI LOFTGÆÐUM.
Samstarf sem við njótum góðs af
WellAir er samstarfsaðili Circula og styður við verkefnið Loftgæði 2.0. WellAir hefur samið við AASA (The School Superintendents Association) sem eru samtök fagfólks og skólastjórnenda, stofnuð árið 1865. þetta eru fagsamtök fyrir meira en 13.000 leiðtoga í menntakerfi Bandaríkjana og raunar um allan heim. Hlutverk AASA er að styðja og þróa árangursríka leiðtoga innan skólakerfisins sem leggja metnað sinn í að allir nemendur fái almenna menntun í hæsta gæðaflokki.
Til að það geti orðið þurfa loftgæði m.a. að vera í lagi og þar kemur NanoStrike™ tæknin frá WellAir inn í myndina. AASA samtökin viðurkenna NanoStrike™ tæknina fyrir skólakerfið og sú viðurkenning ætti að vera nóg til að sannfæra íslenska skólastjórnendur.
Hlekkur á yfirlýsingu um samstarf - hér.
Hlekkur á samtökin - hér.
“AASA’s School Solutions Center has served as a long-standing resource to help districts improve classrooms and school buildings, which is why we are pleased to work with WellAir in our efforts to improve indoor air quality and create safer educational settings.”

Hér eru hlekkir á örlítið brot af því efni sem finnst um mikilvægi loftgæða fyrir börn, hvað geti ógnað þeim og yfirlit yfir heilsufarsáhrif með áherslu á skóla, leikskóla og dagheimili.