top of page
FYRIRMYND-02.png

Fyrirmynd í forvörnum – samvinna, nýsköpun og mælanlegur árangur

Ný kynslóð forvarna –

snjalllausnir sem tryggja öryggi og koma í veg fyrir slys áður en þau gerast

Markmið verkefnisins er að draga verulega úr vatns- og brunatjónum, bæta loftgæði og styðja við sjálfbærni í byggingum – með raunverulegum forvörnum sem grípa inn í áður en tjón eða skaði verður.

Verkefnið byggir á norrænum fyrirmyndum og þróar íslenskt verklag sem tengir saman tæknilausnir, vitundarvakningu og samstarf milli hagaðila í opinbera og einkageiranum. Með því skapast grundvöllur fyrir bætt öryggi, minni kostnað og lægra kolefnisspor – til hagsbóta fyrir samfélagið í heild.

Circula vinnur að því að byggja upp samstarf við tryggingageirann, sveitarfélög, fagfélög, stofnanir og fl. ​

Vatnstjón

Hér á landi fá tryggingafélögin ca. 18 tilkynningar um vatnstjón á dag eða um 6.500 + á ári og er

kostnaður þessara tjóna um þrír millj­arðar.

Samkvæmt tölum frá VÍS ber­ast 5,5 vatns­tjónstil­kynn­ing­ar til þeirra á hverj­um degi. 

Vatnslekar eru stærsti kostnaðarliðurinn þegar kemur að tjóni á heimilum og hæsti kostnaðarliðurinn fyrir tryggingafélög. 

Á síðustu 10 árum hafa greiðslur tryggingafélaga vegna vatnstjóns aukist um meira en 60% í Svíþjóð.

Með réttum vatnsöryggislausnum geta allir aukið öryggið sitt á einfaldan hátt. Einungis lítil prósenta af íslenskum heimilum eru með skynjara til að nema ef leki myndast eða springur rör. Rannsóknir sýna að hægt er að koma í veg fyrir eða minnka alvarleg vatnstjón um 80 til 90% með virkum og óvirkum forvörnum.

Þrátt fyrir að mörg heimili séu þokkalega tryggð gagnvart skemmdum af völdum vatnsleka þá fylg­ir mikið rask og eigin kostnaður slík­um tjón­um.  Ofan á það getur oft á tíðum verið ógjörn­ing­ur að bæta ómet­an­lega hluti sem skemm­ast. 

Þar fyrir utan er oft um heilsutjón að ræða vegna myglu og annara þátta svo ekki sé talað um umhverfisþáttinn.

Gera þarf við og skipta um allskonar búnað, eins og innréttingar, húsbúnað, tæki og tól með tilheyrandi

umhverfisáhrifum og kolefnisspori.

Fróðleikur um vatnstjón

Nákvæm tölfræði um vatnstjón liggur ekki fyrir hér á landi. Helst er að leita til VÍS sem hefur upplýsingar um tjón sem það hefur bætt og hvernig það skiptist.

 

Stundum er gott að skoða tölfræði frá öðrum löndum þó ekki sé alltaf hægt að heimfæra yfir á íslenskan veruleika. Svíþjóð er til fyrirmyndar á margan máta og eitt er það hvernig þeir hafa tekið á vatnstjónum í byggingum.

 

Þeir reka svokallaða Vatnstjónamiðstöð sem hefur gefið út skýrslur um vatnstjón síðan 1977 og árlega frá árinu 2008. Þar er mikill fróðleikur um vatnstjón og í nýjustu skýrslunni fyrir 2024 koma tölurnar á myndinni hér til hliðar fram.

Í Svíþjóð var 2024 tilkynnt um 90.000 vatnstjón og um  37.700 eru tekin fyrir hjá tryggingafélögunum, meðal tjónið er um kr. 1.500.000.- og eru tryggingafélögin að bæta um helming þessara tjóna eða um kr. 750.000.- Til að átta sig á umfanginu þá eru vatnstjón í Svíþjóð um 160 milljarðar króna en það er hægt að hafa veruleg áhrif á það til lækkunar með réttum búnaði.  

 

Í grunnin eru svipaðar tölur hér á landi og í Svíþjóð þó upphæðir séu sennilega aðeins lægri hér, ef tölur frá VÍS og Vatnstjónamiðstöðinni eru bornar saman. Spurning hvernig þessar íslensku tölur væru ef þær væru frá öllum tryggingafélögum hér á landi.

 

Tjón vegna lagna eru um 49% hjá VÍS en 62% í Svíþjóð og restin er vegna tækja og umgengni, 51% hjá VÍS en 38% í Svíþjóð. 

Að hluta getur mismunurinn legið í því að í Svíþjóð eru timburhús mun algengari en hér á landi og því aðeins meiri skaði ef tjón verður. Hér er hlekkur á mynd VÍS.

Uppruni vatnstjóna í Svíþjóð

Screenshot 2025-05-25 135023.png
VIS.avif
EVO brunavarinn.png

Brunatjón

Í Evrópu eiga 50% eldsvoða á heimilum upptök sín í eldhúsinu og tengjast eldamennsku. Í Evrópu nefnir Zurich*¹ tryggingafélagið eldavélar fyrst í yfirliti yfir algengustu orsakir heimilisbruna. Á tímabilinu 1998–2018 jókst fjöldi eldsvoða af völdum eldavéla í Svíþjóð um næstum 70% prósent, samkvæmt fréttum frá tryggingafélaginu Folksam.*²  

Þá má nefna að í Bandaríkjunum, þar sem NFPA®*³  hefur rannsakað heimilisbruna ítarlega, sýna skýrslur að eldamennska er helsta orsök heimilisbruna og brunaslysa, sem og næstalgengasta orsök dauðsfalla af völdum elds og beins eignatjóns. 

Tölfræði frá fjölda Evrópulanda sýnir að rafmagnsbrunar eru orsök 25–30% allra heimilisbruna, sem er 5–10% aukning á síðustu 10 árum.*⁴ 

Evrópusambandið birti staðal fyrir "Eldunarvara" fyrir eldavélar (EN 50615) strax árið 2015. Staðallinn setur fram lágmarkskröfur fyrir öll öryggistæki fyrir eldavélar með það að markmiði að fækka eldsvoðum í eldhúsum og á heimilum í Evrópu.

Circula býður fyrsta forvarnarbúnaðinn sem viðurkenndur hefur verið samkvæmt EN 50615 staðlinum!

Jafnframt er í boði í fyrsta sinn á Íslandi reykskynjari sem varar ekki bara við því að eldur er kviknaður heldur

getur hann komið í veg fyrir að eldsvoði verður! 

Reykskynjarar voru til staðar í 66–84% stærri og alvarlegri eldsvoðum sem áttu upptök í eldavélum í Evrópu.*¹ Hins vegar hjálpa hefðbundnir reykskynjarar ekki við að koma í veg fyrir alvarlega eldsvoða, þar sem þeir eru yfirleitt ekki búnir þeirri virkni að slökkva á eldavélum þegar hætta skapast. Enn fremur eru reykskynjarar almennt ekki ráðlagðir í eldhúsum þar sem þeir geta gefið falsviðvaranir.*¹ Með réttum, raunverulegum forvörnum er hægt að koma í veg fyrir mjög stórt hlutfall þessara dæmigerðu bruna í báðum þessum brunaflokkum!

 *¹ Euralarm.org

*² Sakochliv.se

*³  National Fire Protection Association®

*⁴ Europeanfiresafetyalliance.org

​​

Innohome png logo.png

Fróðleikur um EVO Eldunarvakt

Evrópusambandið birti fyrir 10 árum (2015) staðal fyrir svokallaða Eldunarvakt fyrir eldavélar, EN 50615. Staðallinn setur fram lágmarkskröfur fyrir öll öryggistæki fyrir eldavélar með það að markmiði að fækka eldsvoðum í eldhúsum og á heimilum í Evrópu.

EN staðallinn tryggir gæði og öryggi Eldunarvakta
EN 50615 veitir forskriftir fyrir Eldunarvakt innan ESB. Eldunarvakt sem uppfyllir kröfur staðalsins kemur í veg fyrir eldsvoða í eldhúsum á áhrifaríkan hátt. Staðallinn veitir skýrleika á markaðnum og er mikilvægur við ákvörðunartöku fyrir þá sem vilja bæta brunavörn á heimilum. Staðallinn er kærkomin viðbót á margan hátt, aðalástæðan er auðvitað sú að fjöldi eldsvoða í eld-húsum er svo mikill, þrátt fyrir framfarir í eldunartækni.

Dæmi

Jafnvel nútímalegar spanhellueldavélar eru ekki eins öruggar og oft hefur verið talið: þær eru nefnilega svo öflugar að kviknað getur í olíu eða mat sem skilinn er eftir á pönnu á spanhelluborði á "turbo-/boost-stillingu", á innan við mínútu.*¹

*¹ Euralarm

EN 50615 staðallinn setur fram lágmarkskröfur fyrir Eldunarvakt og flokkar í þrjá aðskilda flokka:
 

  • Flokkur A – Eldur slökktur, samtímis rof á rafmagni

  • Flokkur B – Fyrirbyggjandi rof á rafmagni

  • Flokkur AB – Fyrirbyggjandi rof á rafmagni ásamt því að eldur er slökktur ef hann kviknar

 

EVO Eldunarvakt frá InnoHome í Finnlandi var fyrsta Eldunarvaktin í Evrópu til að fá viðurkenningu samkvæmt EN 50615 staðlinum og fellur í Flokk B. 

Tekið skal fram að engin tækni er á markaðnum fyrir heimili sem uppgylla Flokk A og AB

Til að uppfylla staðalinn þarf Eldunarvaktin að geta slökkt á rafmagni til eldavélarinnar áður en hitastig á  eldavélinni nær 330°C. Enn fremur má eldavélin ekki kveikja á sér aftur sjálfkrafa næstu 10 mínútur eftir að slökkt hefur verið. Til að tryggja góða notendaupplifun má rof á rafmagni ekki vera við of lágt hitastig heldur.


Eldunarvakt verður að rjúfa strauminn til eldavélarinnar áður en eldur kviknar og gefa hljóðviðvörun að lágmarki 65 dB í 15 sekúndur, eftir að straumur hefur verið rofinn.

Almennt gæti útbreiddari notkun Eldunarvakta sem 

uppfylla staðalinn stuðlað að verulegri fækkun eldsvoða í eldhúsum - alls staðar.

 

Sjá nánar hér

firefighter.jpg

25% - 30% eldsvoða stafa frá rafmagni

SSA Snjallreykskynjari er ekki venjulegur reykskynjari

Innohome png logo.png

Fróðleikur um Innohome SSA Snjallreykskynjara

SSA er snjallreykskynjari með öryggisrofa sem kemur í veg fyrir rafmagnsbruna áður en eldur kviknar.

Heimili eru búin alls kyns raftækjum sem geta kveikt eld. 

Tölvubúnaður, sjónvörp, ísskápar, þvottavélar og þurrkarar, hárblásarar og krullujárn og ótalmörg önnur tæki og tól sem nútíma íbúðir eru fullar af.  

SSA snjallreykskynjarinn greinir reyk sem kemur frá tækjum, fjöltengjum eða rafmagnssnúrum sem stungið er í samband við rafmagn og eru að fara að gefa sig. SSA slekkur á lekaliðanum í rafmagnstöflunni og kemur þannig í veg fyrir að eldur kvikni

 

Það er dæmigert fyrir rafmagnsbruna að bilað tæki eða snúra myndar reyk nokkrum mínútum áður en eldurinn kviknar almennilega. SSA nemur þennan reyk og kemur í veg fyrir að slíkir eldar myndast með því að rjúfa strauminn. SSA kemur jafnframt í veg fyrir myndun eitraðra lofttegunda.

​Í mörgum löndum er mælt með brunaviðvörunum sem ganga fyrir rafmagni og þær eru til dæmis skyldu-búnaður í nýjum heimilum í Finnlandi samkvæmt reglugerð.

​Einföld reyk- eða brunaviðvörun er ekki mjög gagnleg ef enginn er viðstaddur til að heyra hana eða ef hann getur ekki gert neitt í málinu

ATH ! SSA snjallreykskynjari skal eingöngu settur upp af fagfólki!

SSA snjallskynjarinn gefur frá sér viðvörun um hættuna en kemur einnig í veg fyrir að eldur kvikni með því að slökkva á rafmagninu til viðkomandi tækis .

Brunavarnir á heimilum eru í dag nánast alfarið byggðar á viðbrögðum við þegar uppkomnum eldi – ekki á raunverulegum forvörnum. Hefðbundnir reykskynjarar láta einungis vita að eldur er kviknaður svo að við getum notað slökkivtæki til að slökkva eldinn.

 

Með öðrum orðum: þau verja ekki eignir eða líf – þau veita viðvörun eða bjóða upp á möguleika á viðbragði eftir að eldur hefur kviknað.

Það sem hefur vatnað á markaðinn eru lausnir sem beinlínis koma í veg fyrir að eldur kvikni. Þetta er sú grunnþörf sem finnska fyrirtækið Innohome er að svara með SSA snjallreykskynjaranum

Sjá nánar hér

bottom of page