
Vörn gegn vatnstjóni
Milljóna sparnaður með einföldum búnaði
Vissir þú að það er tífalt meiri hætta á að heimili þitt verði fyrir tjóni af völdum vatnsleka en eldsvoða?
Taktu stjórn á vatnsnotkun þinni og verndaðu heimilið.
Öryggisbúnaður frá Quandify er einfaldur, veitir öryggi, er áreiðanlegur fyrir eftirlit, lekagreiningu og lokun á vatnsrennslið ef leki kemur upp eða rör sprinngur.

Forðumst vatnstjón
Hér á landi fá tryggingafélögin c.a. 18 tilkynningar um vatnstjón á dag eða um 6.500 á ári og er
kostnaður þessara tjóna um þrír milljarðar.
Samkvæmt tölum frá VÍS berast 5,5 vatnstjónstilkynningar til þeirra á hverjum degi.
Vatnslekar eru stærsti kostnaðarliðurinn þegar kemur að tjóni á heimilum og hæsti kostnaðarliðurinn fyrir tryggingafélög.
Á síðustu 10 árum hafa greiðslur tryggingafélaga vegna vatnstjóns aukist um meira en 60% í Svíþjóð.
Með vatnsöryggislausnum Quandify geta allir aukið öryggið sitt á einfaldan hátt. Einungis lítil prósenta af íslenskum heimilum eru með skynjara til að nema ef leki myndast eða springur rör.
Þrátt fyrir að mörg heimili séu þokkalega tryggð gagnvart skemmdum af völdum vatnsleka þá fylgir mikið rask og eigin kostnaður slíkum tjónum, sennilega eru heimilin að greiða helming þessara tjóna og ofan á það getur oft á tíðum verið ógjörningur að bæta ómetanlega hluti sem skemmast.
Hér eru lausnir!
Fjarvöktun
Hægt að fylgjast með vatnsnotkun og fá viðvaranir um vatnsleka allan sólarhringinn

Fróðleikur
Nákvæm tölfræði um vatnstjón liggur ekki fyrir hér á landi. Helst er að leita til VÍS sem hefur upplýsingar um tjón sem það hefur bætt og hvernig það skiptist.
Stundum er gott að skoða tölfræði frá öðrum löndum þó ekki sé alltaf hægt að heimfæra yfir á íslenskan veruleika. Svíþjóð er til fyrirmyndar á margan máta og eitt er það hvernig þeir hafa tekið á vatnstjónum í byggingum.
Þeir reka svokallaða Vatnstjónamiðstöð sem hefur gefið út skýrslur um vatnstjón síðan 1977 og árlega frá árinu 2008. Þar er mikill fróðleikur um vatnstjón og í nýjustu skýrslunni fyrir 2024 koma tölurnar á myndinni hér til hliðar fram.
Í Svíþjóð var 2024 tilkynnt um 90.000 vatnstjón og um 37.700 eru tekin fyrir hjá tryggingafélögunum, meðal tjónið er um kr. 1.500.000.- og eru tryggingafélögin að bæta um helming þessara tjóna eða um kr. 750.000.- Til að átta sig á umfanginu þá eru vatnstjón í Svíþjóð um 160 milljarðar króna en það er hægt að hafa veruleg áhrif á það til lækkunar með réttum búnaði.
Í grunnin eru svipaðar tölur hér á landi og í Svíþjóð þó upphæðir séu sennilega aðeins lægri hér, ef tölur frá VÍS og Vatnstjónamiðstöðinni eru bornar saman. Spurning hvernig þessar íslensku tölur væru ef þær væru frá öllum tryggingafélögum hér á landi.
Tjón vegna lagna eru um 49% hjá VÍS en 62% í Svíþjóð og restin er vegna tækja og umgengni, 51% hjá VÍS en 38% í Svíþjóð.
Að hluta getur mismunurinn legið í því að í Svíþjóð eru timburhús mun algengari en hér á landi og því aðeins meiri skaði ef tjón verður. Hér er hlekkur á mynd VÍS.
Uppruni vatnstjóna í Svíþjóð

