top of page
FYRIRMYND-03.png
Burning-House.webp

Forðumst brunatjón

265

Fjöldi útkalla

Árið 2024 voru 265 útköll vegna húsbruna hér á landi. Svo eru allir þeir litlu eldsvoðar sem oftast eru tengdir eldavélum eða af öðrum orsökum sem fólk nær að slökkva sjálft. 
Heimild: MHMS 

50%

Eldavélar eru uppruni eldsvoða

Eldavélar eða helluborð voru orsök um
 50% allra bruna á heimilum. 
88% dauðsfalla voru tengd brunum útfrá eldavélum og
74% slysa voru tengd í eldavélum.
Meiri hætta er á eldsvoða tengdum rafmagnseldavélum en gaseldavélum.
Heimild: SIFSEC Insider fréttaveitan

25-30%

Eldar tengdu rafmagni

Rafmagn er talið vera orsök um 25-30% allra bruna í heimahúsum í ESB.
Um 55–60 % rafmagnstengdra elda eiga upptök í tengdum rafbúnaði (eldavélar, brauðristar, tölvur, hleðslutæki o.s.frv.).
Heimild: FEEDS - The Forum for European Electrical Domestic Safety
Eldhusbruni 7.jpg

Heimild: https://www.austurfrett.is/frettir/greinilega-mikill-hiti-i-husinu

Þrennt var í húsinu þegar eldurinn kom upp en slapp ómeitt. Talið er að kviknaði hafi í út frá feiti í potti.

Mynd: Arnaldur Máni Finnsson

Eldsvoðar á heimilum

Algengasta orsök eldsvoða er eldamennska hverskonar og það sem gerist á og við eldavélina. 

Hægt er að koma í veg fyrir mikinn fjölda þessara eldsvoða!

En hvernig? 

Eldhætta á heimilum: Umfang og áhrif


Eldsvoðar á heimilum eiga oftast nær upptök sín í eldhúsinu og/eða tengjast eldamennsku. Í Evrópu eru það eldavélar sem eru algengustu orsakir heimilisbruna. Sama tölfræði gildir í  Bandaríkjunum, þar sem NFPA hefur rannsakað heimilis-bruna ítarlega og þar sýna skýrslur að eldamennska er helsta orsök heimilisbruna og brunaslysa, sem og næstalgengasta orsök dauðsfalla af völdum elds og beins eignatjóns.

Fyrirmynd í forvörnum 

Er vettvangur fyrir framsæknar forvarnir: þar blöndum við saman þekktri tækni við ábyrga nálgun á viðfangsefninu. Tilgangurinn er skýr; að draga úr tjónum, lækka kostnað og auka öryggi heimila. Verkefnið byggist á samvinnu einstaklinga, fyrirtækja og fagaðila sem vilja gera hlutina betur – og sýna fordæmi.

Markmið
Markmiðið varðandi svona forvarnir er að:

  • Leggja áherslu á hvernig:

    •  EVO Eldunarvakt fyrir eldavélar getur dregið úr eldsvoðum í eldhúsum heimila.

    • SSA Snjallreykskynjarar geta komið í veg fyrir eldsvoða af völdum raftækja, fjöltengja eða snúra.

  • Hafa áhrif á stjórnvöld og þær stofnanir sem hafa með setningu laga og reglugerða að gera. Í þeim tilgangi að koma Íslandi á sama stað og t.d. Noregur og aðrar Norðurlandaþjóðir eru varðandi skyldu til að nota svona virkar forvarnir til að koma í veg fyrir tjón og mögulega slys og dauðsföll.  

  • Stuðla að samstarfi hagsmunaaðila við að efla brunavarnir á heimilum. 

  • Hvetja til fræðslu um virkar forvarnir. 

image.png
image.png

Heimild: Euralarm

Eldhusbruni 3.jpeg

Raunverulegar forvarnir

sem mögulega bjarga mannslífum 

virka áður en eldur kviknar!

HEIMILI ÁN ELDVARNA ER EINS OG BÍLL ÁN BREMSA

Húsbrunar á Íslandi:
Mikil aukning 2023

  • Mikil aukning varð í verkefnum er sneru að eldsvoða bæði í mannvirkjum og utan þeirra árið 2023.

  • Húsbrunar flokkast sem eldur í byggingu og varð fjölgun í þeim flokki um 22% milli ára, eða úr 258 brunum árið 2022 í 314 bruna árið 2023, líkt og sést á mynd hér til hliðar. Þar sést að útköllum vegna eldsvoða í byggingu hefur fjölgað töluvert frá árinu 2021, en fram að því voru útköllin að jafnaði um 200 á hverju ári.

  • Sé horft til meðaltals síðastliðna 5 ára varð 40% aukning árið 2023, sem gekk svo niður 2024 í nánast sömu tölu og var 2022.

utkoll_elds_2024.png

Heimild: HMS

EFNAHAGSLEG OG FÉLAGSLEG ÁHRIF

Uppsetning á Eldunarvakt (á ensku Stove Guard) getur haft veruleg efnahagsleg og félagsleg áhrif, þar sem bæði fjárhagslegur og mannlegur kostnaður af eldsvoðum á heimilum er tekinn með. Ef horft er í skilgreiningar sem rannsóknaraðilar eru að nota í Evrópu má glöggt sjá hversu fjölbreytt og áhrifaríkt það er að koma sem allra fyrst á reglugerðarbreytingu hér svo skylda verði að nota slíkan búnað á öllum heimilum. Skoðum helstu atriði. 

Um hvað snúast eldvarnir?

Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að eldvarnir í íbúðarhúsnæði byggja enn að miklu leyti á viðbrögðum – ekki forvörnum.

 

Þrátt fyrir að eldvarnarteppi, reykskynjarar og slökkvitæki séu nauðsynleg og vonandi til staðar í sem flestum heimilum, þá grípa þau ekki inn í aðstæður áður en eldur kviknar.​ 50% allra heimilisbruna byrja í eldhúsinu, á eldavélinni og nú er hægt með snjallri tækni að koma í veg fyrir slíka bruna.

 

Hefðbundnir reykskynjarar voru til staðar í 66 – 84% stærri og alvarlegri eldsvoðum sem áttu upptök í eldavélum í Evrópu. Hins vegar hjálpa hefðbundnir reykskynjarar ekki við að koma í veg fyrir alvarlega eldsvoða, þar sem þeir eru yfirleitt ekki búnir þeirri virkni að slökkva á eldavélum þegar hætta skapast. Enn fremur eru reykskynjarar almennt ekki ráðlagðir í eldhúsum þar sem þeir geta gefið falsviðvaranir.

Circula býður snjallar lausnir sem hafa verið í notkun í áratugi víða um heim og eru einfaldar í uppsetningu og notkun. Þær eru marg verðlaunaðar og voru fyrstu forvarnirnar til að uppfylla evrópska staðalinn EN 50615. Sá staðall krefst þess að búnaðurinn bregðist sjálfkrafa við hættu sem skapast á eldavélinni vegna hita eða reyks – með því að slökkva á rafmagni til eldavélarinnar – og koma þannig í veg fyrir að eldur kvikni.​

 

Circula hefur samið við finnska fyrirtækið Innohome í Finlandi sem framleiðir EVO Eldunarvakt, fyrsta búnaðinn sem uppfyllti EN 50615 staðalinn að fullu. Vörur Innohome eru þróaðar samkvæmt þeirri hugmyndafræði að fyrirbyggja eldsvoða, frekar en einungis að vara við þegar eldur er kviknaður. Þetta gerir þær einstakar, þær ættu raunar að vera til á öllum heimilum en þó sérstaklega hjá einstaklingum í áhættuhópum s.s. eldri borgurum og fólk með fötlun eða minnistap. 

Hér að neðan er stutt myndband sem sýnir virkni EVO Eldunarvaktar. Ímyndið ykkur að einstaklingur tengdur ykkur, t.d. amma eða afi hafi sett pönnuna á - síðan hringir síminn, viðkomandi bregður sér frá til að svara í símann og ansi mörg símtöl standa lengur yfir en rúmar 3 mínútur. 

Komum í veg fyrir eldsvoða, sýnum frumkvæði og komum öruggum forvörnum inn á heimili sem flestra! 

Brunar og slys af

völdum rafmagns

2010-2023

 

image.png

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) tekur reglulega saman yfirlit yfir bruna og slys af völdum rafmagns. Í skýrslu um bruna og slys sem rafmagnsöryggisteymi HMS tók þátt í að rannsaka eða fékk upplýsingar um á árunum 2010-2023 komu fram ýmsar upplýsingar. Við komum inn á nokkur atriði úr skýrslunni hér að neðan ásamt öðrum fróðleik. 

Uppruni rafmagnsbruna

Uppruni bruna er sá búnaður eða tæki þar sem bruninn hefst. Í ljós kemur að flesta rafmagnsbruna má rekja til raffanga eða 209 (62,6%). Rafföngum er skipt í rafeindatæki (svo sem sjónvörp, hljómflutningstæki, tölvur og skrifstofuvélar) og rafmagnstæki (svo sem venjuleg heimilistæki). Í þessum flokki má helst greina aukningu í bruna af völdum hleðslubúnaðar rafhlaupahjóla. Næstflestir eru í flokknum „Fastalagnir“ eða 74 (22,2%) skráðir brunar, en undir hann falla almennar raflagnir mannvirkja og rafmagnstöflur. Ljós sem eru ýmist laustengd eða fasttengd raflögnum eru talin sér í flokknum „Lýsing“ en fjöldi bruna í þeim flokki var 26 (8,4%). Brunum í þessum flokki hefur fækkað hlutfallslega undanfarin ár að því er virðist í takt við aukna notkun LED ljósa. Önnur tilvik falla annað hvort undir flokkinn „Rafveita“ með 14 (4,2%) tilvik eða „Annað“ með 11 (3,3%) tilvik, litlar breytingar eru í þessum flokkum milli tímabila.

Orsök rafmagnsbruna

Orsök bruna er ástæða þess að bruninn átti sér stað.

 

Flokkun skráðra rafmagnsbruna eftir orsök má sjá á myndinn hér til hliðar. Þar má sjá tölur fyrir árin 2010-2023. Helstu orsakir bruna eru tækin sjálf (bilun og hrörnun vegna aldurs) og röng notkun. Í nokkrum tilvikum má rekja bruna til neistamyndunar af völdum lausra tenginga.

 

Brunum vegna bilunar eða hrörnunar tækja hefur fjölgað síðustu átta ár eftir að hafa farið fækkandi á fyrra tímabili. Til að koma í veg fyrir bruna vegna bilana og hrörnunar í rafmagnstækjum þarf að sinna viðhaldi og endurnýjun þeirra með fullnægjandi hætti.

 

Brunum vegna rangrar notkunar fækkaði að sama skapi. Röng notkun tækja var talin orsaka um 24,9% bruna á tímabilinu, með réttri notkun hefði mátt fækka brunum sem því nemur. Mismunandi tegundir rafbúnaðar brenna af mismunandi orsökum.

image.png

Flokkun bruna eftir orsök 2010-2023

Eldhúsbruni.webp

Röng notkun eldavéla felst oftast í að pottur eða panna eru skilin eftir aðgæslulaus á heitri hellu. Einnig getur kviknað í feiti eða olíu sem ofhitnar í potti eða í feiti á óhreinni eldavél.

Algengustu brunavaldar

 

Á myndinni hér til hliðar má sjá hvernig algengustu brunavaldar orsaka bruna á tímabilinu 2010-2023.

 

Eins og greinilega má sjá verða eldavélabrunar nánast eingöngu vegna rangrar notkunar.

 

EVO Eldunarvakt frá Innohome er einmitt hannað til að koma í veg fyrir eldsvoða af völdum rangrar notkunar. 

Eldra fólk, fólk með minnisskerðingar og ungt fólk sem sem er að hefja búsakp eða stúdentar eru helstu áhættuhóparnir samkvæmt erlendum rannsóknum.  

 

Síðan er bilun eða hrörnun algeng orsök bruna í ýmsum raf- og rafeindatækjum, s.s. þvottavélum, ísskápum, hleðslutækjum o.þ.h.

Í töflum og dreifkerfum og raflögnum eru nokkrar líkur á bruna vegna lausra tenginga. Stafar það gjarnan af ófullnægjandi frágangi. Annars er í flestum tilvikum um hrörnun eða bilun búnaðar að ræða.

SSA Snjallreykskynjarninn frá Innohome er ætlaður í þau rými sérstaklega þar sem tól og tæki eru sett í samband. Oftast gefa raftæki, snúrur eða fjöltengi sem eru að bila frá sér reyk áður en eldur kviknar. SSA Snjall- reykskynjarinn nemur það og rífur straumin til tækisins.  

image.png

Orsök rafmagnsbruna eftir algengustu brunavöldum árin 2010-2023

Heimild: Hér

Hvað er að gerast í nágrannalöndunum? 

Sérhver eldur veldur yfirleitt alltaf eignatjóni. Þeir alvarlegustu eyðileggja heimili fólks og kosta jafnvel mannslíf og það er ekki hægt að bæta fyrir með peningum. Hér að neðan eru örstutt dæmi sem fjalla um það hvernig nágrannaþjóðir okkar eru að taka á þessum sömu vandamálum. Það er eðiliega svolítið misjafnar áherslur, allir að gera flotta hluti en það er eitt land sem stendur uppúr og það er Noregur. 

Nú er komin tími til að allir aðilar sem tengjast brunavörnum leggist á eitt til að breyta lögum og reglugerðum þannig að hámarks öryggis sé gætt hjá íbúum landsins. Hvort sem það er almenningur eða þeir sem tilheyra viðkvæmum hópum vegna hreyfihömlunar, minnistaps eða annarra þátta, þá eiga allir skilið hámarks öryggi á heimilum sínum.

 

Til þess þarf sameiginlegt átak! 

Forvarnir - lykillinn að árangri

Koma má í veg fyrir töluvert mikinn fjölda eldsvoða með réttum forvarnarbúnaði. Dæmin frá Noregi sýna að samhent átak, fræðsla og réttur búnaður getur fækkað eldsvoðum og dauðsföllum. Raunverulegar forvarnir eru hornsteinn verkefnisins Fyrirmynd í forvörnum, og samanstanda þær af samvinnu, fræðslu og nýjustu tækni í forvörnum.

Skjámynd 2025-09-25 231531.png

Fræðsla

Skjámynd 2025-11-02 185516.png

EVO Eldunarvakt
fyrir eldavélar

Skjámynd 2025-09-25 233420.png

SSA Snjallreykskynjari

Fræðsla er einn þáttur forvarna og  er hún ótrúlega mikilvæg. Haustið 2010 gaf Eldvarnabandalagið út ítarlegt fræðsluefni um eldvarnir:

 

Nálgast má fræðsluefnið ef smellt er hér.

En meira þarf til! 

Nemur hita og reyk á eldavélinni og lætur vita með háværu pípi ef hætta skapast, svo slekkur hún á eldavélinni sjálfkrafa og kemur þannig í veg fyrir að eldur kvikni. 

Sjá nánar hér.

SSA nemur reyk sem oftast myndast áður en eldur nær að kvikna. ​Þá rífur hann strauminn til viðkomandi raftækja sem eru í sambandi og eru farin að gefa sig og skapa eldhættu.

Sjá nánar hér.

bottom of page