top of page
Hide and Seek
Main-03.png
Little child drawing on white wall, back view.jpg

Loftgæði 2.0 er ný nálgun til að koma til móts við þarfir barna og rétt þeirra fyrir ÖRUGGAN OG HEILBRIGÐAN SKÓLA MEÐ BETRI LOFTGÆÐUM

image.png

Far­sæld­ar­lög­gjöf

Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna tekið gildi. Sett hefur verið upp sérstök heimasíða fyrir það - sjá hér

Loftgæði 2.0 

Við viljum sérstaklega vekja athygli á að þessi löggjöf tekur einmitt á þeim atriðum sem átakið Loftgæði 2.0 snýst um. 

logo-MRN-fotur-vef.png
bofs-logo-gradient-horat3x-1-1-1.png

Það eru Mennta- og barnamálaráðuneytið ásamt Barna- og fjölskyldustofu sem að sjá um að framfylgja farsældarlögunum. Svo er það í m.a. í höndum sveitarfélaga að framkvæma. 

Main-07.png

Í skilningi farsældarlaganna er farsæld barna skilgreind svona: "Aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar".

- - - 

Mikilvægur liður í velferð barna er að þau andi að sér heilnæmu lofti á meðan þau eru í umsjá skóla, raunar er það sjálfsagður réttur þeirra! 

MÆLABORÐ UM FARSÆLD BARNA  

Í janúar 2022 tóku farsældarlögin (lög nr. 86/2021) gildi og mörkuðu þau upphaf nýrrar nálgunar í þjónustu við börn á Íslandi. Löggjöfin varð til í kjölfar umfangsmikillar undirbúningsvinnu sem meðal annars fólst í þróun mælaborðs um farsæld barna.

 

Í mælaborðinu eru tekin saman tölfræðigögn er varpa ljósi á farsæld barna á Íslandi með heildstæðum hætti. Mælaborðið byggir á fimm grunnstoðum farsældar:

1) heilsu og vellíðan

2) menntun

3) þátttöku og félagslegum tengslum

4) öryggi og vernd

5) lífsgæðum og félagslegri stöðu

 

Markmið mælaborðsins er að veita yfirsýn yfir stöðu farsældar barna á Íslandi á hverjum tíma, með áherslu á viðkvæma hópa og samfélagslegar áskoranir. Jafnframt er því ætlað að fylgjast með þróun farsældar yfir tíma og aðstoða við að leggja mat á árangur innleiðingar farsældarlaga.

image.png

HEILSA OG VELLÍÐAN

Við viljum í tengslum við verkefnið Loftgæði 2.0 vekja sérstaka athygli á fyrsta þætti þessa mælaborðs, það er varðar heilsu og vellíðan barna. Tugi rannsókna um allan heim sýna fram á bein tengsl loftgæða við heilsu. Þetta á bæði við um heilsuna í rauntíma á meðan börnin eru í skólum og ekki síður á langtíma áhrif af lélegum loftgæðum.  

Í niðurstöðum sem eru bæði frá BNA og frá The KIDS í Ástralíu segir:

“Þó skammtíma útsetning fyrir CO2 í háum skömmtum geti verið banvæn, leiðir minni skammtur og langvarandi útsetning til skertrar vitrænnar virkni og fjölda annarra hugsanlegra skaðlegra áhrifa á lungu, nýru og bein.”

HEILSA OG VELLÍÐAN - líkamleg heilsa, eldri nemendur

Í  "MÆLABORÐI UM FARSÆLD BARNA" sem nefnt er hér að framan eru ákveðnir þættir í liðnum Heilsa og vellíðan sem vert er að skoða sérstaklega, sjá mynd hér fyrir neðan: 

Hér eru teknir fyrir fimm spurningaliðir  hjá börnum 11-16 ára og eftirfarandi atriði eru sláandi alvarleg: 

37% nemenda svara því að þau séu þreytt flesta eða næstum alla daga! 

42% nemenda finna vikulega eða oftar fyrir höfuðverk!

Samkvæmt fjölmörgum erlendum rannsóknum eru einmitt léleg loftgæði örsök þreytu (syfju) og höfuðverks. 

Í langflestum tilfellum er um að ræða allt of hátt hlutfall CO2 sem á ekki að fara yfir 800 ppm! 

image.png

Í þessu samhengi skulum við skoða Grein 10.2.6 í byggingarreglugerðinni:

"1. Vegna framangreindra ákvæða byggingarreglugerðar um lámark loftmagns, er vakin athygli á að reglugerðin gerir að auki kröfu um mesta leyfilegt magn CO2 í innilofti sé uppfyllt, samanber 10.2.8 gr.: „Tryggt skal að CO2 magn í innilofti verði ekki meira að jafnaði en 0,08% CO2 (800 ppm) og fari ekki til skamms tíma yfir 0,1% CO2 (1.000 ppm).“

 

Hvortveggja verður að vera uppfyllt."

Auðvelt að laga: Leiða má að því líkum að frekar auðvelt sé að laga þetta ástand og forráðamenn barna og skóla-stjórnendur ættu að velta fyrir sér hversu lengi er ásættanlegt að hafa þetta ástand svona. 

HEILSA OG VELLÍÐAN - líkamleg heilsa, yngri nemendur

Yngri nemendur 9-11 ára finna heldur minna að því er virðist fyrir þreytu eða höfuðverk þó að hlutfallið sé engu að síður óásættanlegt.

 

Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við það að nemendur í grunnskólum landsins þurfi að kvarta undan þreytu og höfuðverk með reglulegu millibili sem í flestum tilfellum er hægt að rekja til staðhátta í skólunum.

 

Þessu ástandi fylgir álag á andlega þætti þar sem nemendur eru ekki að standa sig og líður einfaldlega illa. 

image.png

Bent skal á að niðurstöður rannsókna bæði í BNA og í Danmörku sýna beina fylgni með lélegum loftgæðum og lélegum námsárangri. 

Léleg loftgæði geta dregið úr námsárangri um allt að 10%. Það þýðir að nemandi sem er 10 ár í skóla tapar hlutfallslega einu ári í námi og kemur því með afrakstur 9 ára náms út í samfélagið eftir þessi 10 ár!

Börn sem koma úr grunnskóla illa undirbúin undir áframhaldandi nám vegna lélegra loftgæða eiga á hættu að flosna úr námi. 

Í Barnaverndarlögum stendur skýrt að:

"Markmið Barnaverndarlaga er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu, fái nauðsynlega aðstoð." 

Niðurstaða: Börn eiga ekki að þurfa að þola óviðunandi aðstæður í skólum landsins sem leiðir til tíðra höfuðverkja, þreytu og vanlíðunar. Það er óásættanlegt að börnin búi við slíkar óviðunandi aðstæður, kannski allan sinn námsferil! 

LÆRUM AF ÖÐRUM

Við viljum vekja athygli á því sem verið er að gera í Bandaríkjunum. Protect ED í samstarfi við fagfólk á menntasviði um öll Bandaríkin þar á meðal samtökin  AASA sem eru með yfir 13.000 skólastjórnendur innan sinna vébanda hafa náð verulegum árangri í að bæta loftgæði í skólum. 

Hér að neðan eru 6 myndbönd með viðtölum við fagaðila sem hafa einmitt tekið á málunum varðandi loftgæði með miklum árangri. 

Þær lausnir sem Protect ED býður skólakerfinu í BNA eru einfaldar og hagkvæmar og núna stendur íslenskum skólum þessar lausnir til boða í gegnum verkefnið Loftgæði 2.0. 

image.png
image.png

Þangað til við verðum komin með álíka vitnisburði frá stjórnendum og kennurum úr íslenska skólakerfinu þá sýnum við þessar áhugaverðu frásagnir um frábæran árangur. 

Heilsa nemenda, kennara og allra annarra sem starfa við skóla á Íslandi á að vera í öndvegi! 

Dr. Demetrus Liggins

Superintendent, Fayette County Public Schools

Dr. Eric Wright

Superintendent, Hays CISD

Dr. Devin Padavil

Superintendent, Georgetown ISD

Inclusive wellness at Tates creek elementary

Fayette County public schools

Luane Porter

Assistant Principal, Fort Stockton ISD

Dan Leffingwell

Superintendent, Noble Local School District

Hér er hlekkur á fleiri myndbönd frá Protect ED

bottom of page