Snjall vatnsloki í fjölbýlishúsum
Vatnsskemmdir í íbúðum eru oft gríðarlega kostnaðarsamar. Það er dýrt og tímafrekt að gera við skemmd gólf, veggi, loft, innréttingar og húsgögn. Í sumum tilfellum er þörf á bráðabirgðahúsnæði meðan á framkvæmdum stendur. Að bæta við vatnslekavörnum á eigninni er einföld en öflug aðgerð
til að stöðva vatnsleka áður en þeir verða að stórvandamáli.
Í sumum tilfellum verða nágrannar líka fyrir tjóni og mikilli truflun í fjölbýli þegar lekur kannski inni í veggjum vikum, mánuðum eða jafnvel árum saman og mygla og annar ófögnuður grasserar falið á bak á bakvið veggi.
Oft er um að ræða heilsutjón á fólki vegna myglu.

Auka vitund íbúa, það sparar vatn og lækkar útgjöld húsfélaga

Vernda heimilin gegn vatnstjónum - útgjöldum

Fjarvöktun 24/7
CubicSecure tryggir heimilið
CubicSecure fylgist með vatnslögnum hússins allan sólarhringinn og veitir fyrirbyggjandi vernd frá fyrstu sekúndu. Snjall vatnslokinn lokar fyrir vatnsrennsli um leið og hann skynjar leka eða rof á vatnsleiðslu og gefur viðvörun á staðnum með háværu hljóði auk þess að senda tilkynningu í appið í farsímanum. Það mælir einnig vatnsnotkun og hitastig.

Tryggðu eign þína með CubicSecure,
eina snjall vatnslokanum á markaðnum fyrir íbúðir.
CubicSecure er nýstárlegur snjall vatnsloki sem veitir aukið öryggi með stöðugum mælingum á vatnsflæði. Með háþróuðum skynjurum og nákvæmri þrýstings-mælingu greinir CubicSecure allt sem gerist í vatnsleiðslunum. Hvort sem það eru dropalekar sem geta valdið miklum vandamálum til lengri tíma litið ef þeir eru ekki uppgötvaðir eða bráðra hætta vegna sprunginna lagna með miklu rennsli.
Bjartsýni fyrir íbúa í fjölbýlishúsum
Í heimilum eru snjall vatnlokar farnir að verða staðal-búnaður. Íbúar í fjölbýli fá hugarró og finna öryggi. Nú er hægt að para saman snjall vatnsloka fyrir bæði heita og kalda vatnið því hugbúnaðurinn gerir það kleift.
Ef kalda vatninu er lokað fær snjall vatnslokinn fyrir heitavatnið tafarlaust upplýsingar og getur þannig komið í veg fyrir mögulegan bruna með því að loka samtímis fyrir heita vatnið. Auk byltingarkenndrar tækni býður CubicSecure upp á minnstu stærð á markaðnum. Búnaðurinn fékk reddot verðlaunin fyrir netta og faglega hönnun sem gerir einmitt uppsetningu mun auðveldari í þröngum rýmum.

CubicSecure er sérlega öruggur og hentar vel fyrir fjölbýli.






Uppsett sérstaklega í hverja íbúð - þægindi
Fylgist með heitu og köldu vatni - öryggi
Tveir paraðir vatnlokar - útiloka bruna
Persónulegt eftirlit í gegnum app - fjarstýrt eftirlit
Sérstakur fasteignavefur - deilir upplýsingum
Lítil stærð, auðvelt að setja upp - sparar tíma
CubicSecure tryggir heimilið
Vatnsskemmdir eru dýrar og geta tekið langan tíma. Tap á persónulegum munum er erfitt að meta og vatnstjón skilur eftir sig mikil áhrif, umhverfislega séð.
Í Svíþjóð, þaðan sem CubicSecure kemur er hann gerðarsamþykktur af RISE og bjóða flest tryggingafélög þar í landi afslátt af heimilistryggingum, lægri sjálfsábyrgð og í sumum tilfellum framlag til uppsetningarkostnaðar.

Full stjórnun með Quandify appi
Um leið og frávik í vatnsrennsli greinist, þá lætur CubicSecure þig vita í gegnum appið. Appið veitir þér upplýsingar um stöðuna og fulla stjórn á vatnskerfi eignarinnar og auk viðvörunar- og lokunarvirkni veitir appið upplýsingar um vatnsnotkun og hitastig, meðal annars.
CubicSecure virkar einnig án síma- eða nettengingar og gefur síðan frá sér viðvörun með hljóðmerki.
Hægt er að stjórna lokanum handvirkt, til dæmis ef rafmagnsleysi verður og engin tenging er við netið.
Auka vernd með CubicDetector
Með einum eða fleiri CubicDetectors uppsettum og tengdum við CubicSecure færðu aukna vörn gegn lekum. Skynjararnir greina beina snertingu við vatn og mæla stöðugt hitastig og rakastig í herberginu. Einingarnar eru staðsettar þar sem hætta er á földum lekum, til dæmis í eldhússkáp undir vaskinum.
Ef þú vilt fylgjast með vatnsrennsli á mörgum stöðum eða hafa nákvæmari stjórn á vatnsrennslinu geturðu tengt saman marga CubicSecure.

Uppgötvaðu kosti CubicSecure

Gerðarsamþykkt af RISE
CubicSecure er prófað og samþykkt af RISE sem er rannsóknar og vottunarstofa fyrir byggingavörur í Svíþjóð. Stofnunin hefur prófað búnaðinn fyrir uppsetningar með heitu vatni.
Samþykktin er öryggis- og gæðavottorð sem er mikilvægt þegar um snjalla vatnsloka er að ræða, sérstaklega þegar þeir eru tengdir sem par. Ef lokað er fyrir kalda vatnið, þá lokast sjálfkrafa fyrir heita vatnið, sem útilokar hættu á bruna.
Aukið öryggi og þægindi fyrir íbúa
CubicSecure eykur öryggi í sameigninni með því að greina snemma og gefa viðvörun um vatnsleka og tengd vandamál. Íbúar geta slakað á vitandi að heimili þeirra eru öruggt með nýjustu tækni allan sólarhringinn.


Langtíma fjárhagslegur sparnaður
Við hjá Circula trúum því að snjall vatnslokar eins og CubicSecure verði staðalbúnaður í öllum íbúðum í framtíðinni. Það tók langan tíma að viðurkenna reykskynjara og fá þá sem staðalbúnað en það finnst öllum sjálfsagt í dag.
Að setja upp snjall vatnslokar í fjölbýlishúsum er langtíma fjárhagsleg stefna sem getur sparað samfélaginu verulegar fjárhæðir. Með því að koma í veg fyrir vatnstjón og lágmarka vatnsnotkun í leiðinni er komið í veg fyrir óþarfa kostnað.
Umhverfisvænt val
Skemmdir af völdum vatnstjóns á fasteignum hafa mikil umhverfisáhrif. Vatnsskemmdir í eldhúsi eða baðherbergi valda að meðaltali 300 kílóum af koltvísýringi í umhverfinu. Fasteignir með CubicSecure geta sparað mikið magn af vatni með tímanum.
Lekandi kranar eða rennandi salerni sem eru lagfærð tímanlega spara verulega og skapa einnig þægilegra umhverfi. Fjárfesting í CubicSecure er fjárfesting í öruggu sameiginlegu umhverfi okkar.
