top of page
Main-03.png

MÆLING ÚTILOFTGÆÐA

Við á Íslandi búum við þau gæði að lægðir koma reglulega yfir landið með tilheyrandi vindi og úrkomu. Í ljósi þess mætti ætla að við þyrftum bara alls ekki að huga að gæðum útilofts þar sem náttúran hljóti að sjá um að hreinsa loftið með öllum þessum vindi. Raunin er þó önnur og það eru fjölmörg atriði sem skipta máli og hafa áhrif á gæði þess lofts sem við öndum að okkur. 

 

Fyrst ber að nefna áhrif frá náttúrunnar hendi, s.s. svifryk hvers konar, sem kemur ofan af hálendinu á þurrum dögum. Eins eru opin svæði í þéttbýli, af mannavöldum vegna framkvæmda, vegir og stræti. Sumt af þessu svifryki ber með sér agnir eins og bakteríur sem leynast í náttúrunni. Húsdýrin okkar og fuglar skilja eftir sig úrgang sem þornar og agnir úr þeim dreifast með vindi. Agnir frá hvers konar efnum, s.s. þungmálmum, er víða að finna í okkar manngerða umhverfi. Rannsóknir í BNA hafa leitt í ljós að svifryk með bakteríum frá skógareldum í Mexíkó barst með vindi mörg þúsund  kílómetra.

Svifrik (PM10 - PM2.5 - PM1.0) 

Við tengjum gjarnan svifryk við stillur á vetrum, þegar mikil bílaumferð er, eða um áramót vegna flugelda, kalt loft og mengunarský yfir borginni. En hættulegt svifryk getur líka verið í loftinu í rigningu og vindi eins og skjáskotið hér til hliðar ber með sér. Myndin er af heimasíðu Umhverfisstofnunar - loftgæði.is - og sýnir hættulegt magn svifryks PM2,5 á þeim tíma sem börnin eru utandyra að leika sér. Óhollt, er vægt orð yfir hættulegt ástand!​

Þetta er ekki hættulegt fyrir alla í eitt skipti. En síendurtekið áboðlegt og hættulegt fyrir þá sem eru með undir-liggjandi veikleika s.s. astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma. 

Screenshot 2025-01-19 142718.png

Ekkert barn ætti að þurfa að vera úti þegar svona aðstæður skapast. Spurningin er hversu oft á dag eða í viku, mánuði, á ári er svona ástand á skólalóðinni? Ekki er nóg að tala um að meðaltalsútreikningur yfir sólahringinn sé í lagi þegar öndunarfæri barna eru í veði. 

Við þekkjum öll meðaltalið að standa með annan fótin í sjóðandi hver og hinn í jökulvatni, við viljum ekki slíkt meðaltal fyrir litlu börnin okkar og öndunarfæri þeirra. 

Merki_UST_ISL_Hvitt_4x.png

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar má finna þennan texta:

 

“Samkvæmt árlegri loftgæðaskýrslu EEA metur stofnunin út frá styrk loftmengunarefna, lýðfræðilegum upplýsingum og niðurstöðum rannsókna á sambandi milli loftmengunar og heilsufarsbrests, að á Íslandi megi rekja allt að 80 ótímabær dauðsföll til svifryks (PM2,5) í lofti á hverju ári og færri en fimm dauðsföll vegna NO2 og O3 (Umhverfisstofnun Evrópu, 2016).”

Niðurstaða: 

Við á Íslandi þurfum að takast á við léleg gæði útilofts eins og aðrir jarðarbúar þó í minna mæli sé. Þess vegna er ótrúlega mikilvægt að gæði útilofts séu mæld sem víðast, svo hægt sé að bregðast við ef loftgæðin breytast skyndilega eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Að okkar mati ætti skilyrðislaust að mæla gæði útilofts á skólalóðum á öllum skólastigum þar sem börn leika sér í frítíma sínum til að hægt sé að bregðast við í tíma.

Clarity 1.1.png

Mælingar á loftgæðum

Stefnt er að því að útvega öllum skólum á Íslandi frýjan loftgæða-mæli með veðurstöð á skóla-lóðinni. Þannig verður hægt að mæla svifryk PM2.5 og Köfnunar-efnisdíoxíð (NO₂). Jafnframt verður vindstyrkur, vindátt, loftþrýstingur, hiti og raki mælt. Rauntíma mæling á hverjum stað er nauð-synleg þar sem aðstæður á milli hverfa eða jafnvel innan hverfa geta verið mjög mismunandi. 

Clarity 3.webp

Meðferð gagna

Eitt er að mæla og annað er að vinna með gögnin. Circula mun setja upp í samstarfi við Clarity kerfi fyrir Ísland, fyrir sveitarfélög til að halda utan um sína skóla og fyrir hvern skóla fyrir sig. Rauntíma vöktun gefur skólastjórnendum

kleift að vita hvenær á að skipta yfir í starfsemi innandyra ef mengun fer yfir æskileg mörk. Í sumum tilfellum þarf einungis að kalla inn þá sem eru veikir fyrir. Jafnframt nýtast gögnin til lengri tíma fyrir skipulag og áætlanir. 

Clarity 4.png

Aðstoðarteymi

Clarity hefur í 10 ár komið að uppsetningu lofgæðamælinga í yfir 85 löndum. Borgir eins og London hafa valið Clarity sem samstarfsaðila og má nefna að 400 loftgæðamælar voru settir upp í borginni. Teymi Clarity býr yfir og miðlar þeirri þekkingu. Eins mætti nefna að ​​skólar og sveitarfélög geta náð jákvæðum áhrifum á nærsamfélagið með gagnsæi gagna sem sannarlega geta dregið úr fjarvistum, bætt námsárangur og verndað heilsu nemenda.

Clarity white_logo-1.webp
616578be4acedb316086e8d1_Wind_Hero-p-800.png

Á komandi dögum og vikum munum við bæta við efni varðandi mælingar á útilofti. Stefnt er að því að setja upp fyrsta mælinn fyrir 1 febrúar. Munum við njóta aðstoðar Umhverfisstofnunar og fáum að setja þann mæli á mælingarstöð UST við Grensásveg. Þar er ætlunin að hafa hann í einn mánuð til að kvarða hann miðað við íslenskar aðstæður. 

Node-S búnaðurinn frá Clarity verður notaður við þessar loftgæðamælingar. Node-S er MCERTS vottaður fyrir PM2.5 og PM10 og hefur gengist undir óháð mat af forritum eins og AQ-SPEC. Hægt er að nálgast upplýsingar um það á heimasíðu Clarity 

Búnaðurinn frá Clarity er skalanleg loftgæðavöktun og hér eru nöfn nokkurra sem starfa með fyrirtækinu. 

Screenshot 2025-01-22 145534.png
bottom of page