top of page
1631307356-dental-homepage-slider-screen-shot-hero.png

Plasma Air til að draga úr hættu á veikindum og fjarvistum

Plasma Air til að draga úr hættu á veikindum og fjarvistum

Hvernig virkar tæknin

Plasma Air notar mjúka jónun, eða tvípóla jónunar tækni með fyrirbyggjandi lofthreinsun. innandyra.

Náttúran er ótrúleg, hún sér um sína. Með Plasma Air jónunar tækninni er líkt eftir því sem gerist í náttúrunni utandyra, þar sem sólarljósið vinnur á  andrúmsloftinu allt í kringum okkur. Loftið utandyra er ríkt af jákvæðum og neikvæðum súrefnisjónum. Neikvæðu jónirnar innihalda auka rafeind á meðan jákvæðu jónirnar vantar rafeind. Niðurstaðan er óstöðugt ástand.

 

Til að finna stöðugleika leita þessar skautuðu jónir að atómum og sameindum í loftinu til að sameinast við rafeindir. Þetta ferli hlutleysir á áhrifaríkan hátt svifryk, bakteríur og vírusfrumur, lyktandi lofttegundir og úðasmit og VOC (Volatile organic compound) sem á íslensku eru kölluð „rokgjörn lífræn efnasasambönd„ sem er samheiti fyrir þúsundir lífrænna efnasambanda.

Hvernig er Plasma Air í samanburði við aðrar lofthreinsunaraðferðir

Plasma Air notar tvípóla jóna tækni sem er framúrskarandi lausn. Aðrar aðferðir eru t.d. hefðbundnar "gegnumstreymis" eða "filter" aðferðir." Plasma Air meðhöndlar inniloftið með fyrirbyggjandi hætti í því rými sem búnaðurinn er tengdur við. 

Screenshot 2024-11-05 195418.png

Skýringar:

E/U = Engar upplýsingar.

*¹) HEPA síur auka við þrýstingsfall loftræsikerfa sem gerir kröfu um stærri mótora og aukna orkunotkun.

*²) Kolefnasíur hafa háan stofnkostnað, viðbótarplássþörf í kerfiseiningum og háan kostnað við endurnýjun.

*³) Í miklu magni getur Últrafjólublátt ljós myndað skaðlegar lofttegundir og er stökkbreytandi. Dreifingartíðni baktería er hverfandi og engin skilvirkni í       skilgreindu rými.

*4) PCO getur framleitt formaldehýð.

*5) Árangurshlutfall byggt á óháðum prófunum með sýkla í loftinu.

Hvað eru súrefnisjónir?

 

Jónir eru sameindir eða atóm sem innihalda rafhleðslu og eru til í náttúrunni í ýmsum stærðum. Litlar jónir endast aðeins á milli 30 og 300 sekúndur áður en þær missa hleðslu sína, en eru mjög virkar.Lítil jónaþéttleiki er á bilinu 900 til 1.100 neikvæðar jónir og 1.000 til 1.200 jákvæðar jónir á rúmsentimetra (jónir/cm3) í óspilltu náttúrulegu umhverfi. Við sjávarmál er jónaþéttleiki venjulega um 500 neikvæðar og 600 jákvæðar jónir/cm3.

 

Í borgum og inni í byggingum lækkar jónamagn um 80% til 95% og er varla hægt að greina það í litlum rýmum. Þegar jónaþéttleiki minnkar, minnka loftgæði líka. Með því að auka magn af bæði jákvætt og neikvætt hlöðnum litlum súrefnisjónum batna loftgæði. Þetta er grunnurinn að mjúkri tvípóla jónunar tækni Plasma Air.

1679438425-modern-office-sm-edited.png

Gott inniloft skiptir máli

bottom of page