top of page
ENJAY-logo_White.png

LEPIDO VARMASKIPTAR

Circula stefnir að innleiðingu grænnar tæknilausnar Enjay Systems AB á Íslandi. Enjay er sænskt tæknifyrirtæki sem hefur þróað varmaskipti sem í stuttu máli fangar og endurvinnur orku í formi glatvarma úr heitum, menguðum útblæstri frá atvinnuhúsnæði og stuðlar þannig að betri orkunýtingu og þar með orkusparnaði og minna kolefnisspori. Verkefnið felst í innleiðingu á tækninýjung Enjay á Íslandi, fræðslu um betri orkunýtingu og hugarfarsbreytingu landsmanna um orkusparnað og orkusóun. 


Stofnendur Enjay Systems halda því fram að tæplega þrír fjórðu af allri orku sem nýtt er í heiminum sóist í formi glatvarma. Nýting glatvarma úr menguðum útblæstri frá atvinnuhúsnæði hefur verið talin fela í sér mikinn kostnað og minni skilvirkni. Vegna ófullkominnar tækni fram til þessa er því algengara en ekki að engar ráðstafanir séu gerðar til að nýta glatvarma úr menguðum útblæstri.


Tækninýjung Enjay heitir Lepido en um er að ræða varmaskipti sem er sérstaklega hannaður fyrir heitan, mengaðan útblástur frá atvinnuhúsnæði. Ekki er þörf á forsíun, engir filterar eru notaðir og ekki er þörf á reglubundnu viðhaldi eins og þrifum og útskiptum filtera. Um er að ræða einkaleyfisvarða tækni sem nú gerir mögulegt að nýta allt að 68% glatvarma úr menguðum útblæstri sem hingað til hefur ekki verið talið unnt að nýta með hagkvæmum hætti.

”WE TURN

WASTE INTO

WATTS”

Enjay er sænskt Greentech fyrirtæki stofnað árið 2018 af Jesper Wirén og Nils Lekeberg. Stofnendurnir tveir hafa yfir 50 ára reynslu í loftræstibransanum og þeir ákváðu að leysa eina af stóru áskorun loftræsti iðnaðarins, þ.e. að endurheimta orku úr umframhita í loftstraumunum sem blásið er nánast óhindrað út í andrúmsloftið með tilheyrandi kostnaði – kallaður glatvarmi.

Þeir þróuðu nýja kynslóð iðnaðarvarmaskipta sem geta nýtt mengaða loftstraumana í loftræstikerfum í eldhúsum veitingastað, í iðnaðarþvottahúsum, í sælgætisframleiðslu og stálsuðuverkstæðum svo einhverjir staðir séu nefndir.

Niðurstaðan er Lepido: sem endurnýtir glatvarma í menguðum útblæstri loftræstikerfa. Lepido er komin á markað í átta löndum og salan vex jafnt og þétt eftir því sem loftræstiiðnaðurinn vaknar. Veruleikinn er að loksins er tæknilega hægt að endurnýta glatvarma enda hafa nútímasamfélög ekki lengur efni á að leyfa þvílíka sóun á glatvarma eins og gert hefur verið.

download.jpg
enjay-01-1024x684.jpg

RÖRAVARMASKIPTAR

Rörvarmaskiptar eru víða notaðir í iðnaði. þeir gegna mikilvægu hlutverki í ýmsum vinnsluiðnaði (eins og efna, olíu og gasi) og eru oft notaðir í loftræstikerfi, þar sem vitað er að þeir eru sterkir og hafa góða eignleika.

Lepido er fyrsta tegund nýrrar kynslóðar varmaskipta, sem eru hannaðir til að opna fyrir endurnýtingu á glatvarma í loftræstikerfum þar sem hefðbundnir varmaskiptar stíflast og bila.

Einkaleyfishönnunin skapar jafnvægi á milli skilvirkni varmaflutnings, þrýstingsfalls í lofti og vökvahlið og lágmarkar tiltekið viftu- og dæluafl sem þarf til að keyra þessi kerfi.

Fyrirkomulag spólunnar í Lepido stuðlar að auknum staðbundnum hraða loftsins, sem leiðir til aukins varmaflutnings og bættrar blöndunar innan loftstraumsins. Allt vandlega fínstillt með prófunum á staðnum. Lepido hönnunarstillingin nýtir sér meginreglur vökvavélfræði til að hámarka skilvirkni hitaflutnings við lágt loftþrýstingsfall.

Lepido HEX hefur verið sannreynt með ströngum prófunum. Hönnunarstillingar röra inni í Lepido, hrinda ögnum í loftstraumnum frá orkuflutningsflötunum með því að búa til hröðun í kringum rörin, forðast Coandă*¹ áhrifin og undirþrýstinginn sem það skapar.

AF HVERJU LEPIDO? 

Ef myndirnar hér fyrir neðan eru skoðaðar þá sést vel það krefjandi umhverfi sem gjarnan er í loftræsikerfum fyrirtækja og stofnanna. Það þarf góðar lausnir til að takast á við allt sótið og fituna. Lepido er hannað til notkunar þar sem mengaðir loftstraumar eru og er hægt að nota í allflestum loftræsikerfum. Mengunarefnin geta verið mismunandi, svo nokkur dæmi séu nefnd - allt frá fitu og sóti í loftræstingu veitingahúsa, að vaxi og ló í iðnaðarþvottahúsum, yfir í leifar af lakki og sagi í tréiðnaði og aftur til fitu og vatnsgufu í matvælavinnslu og snakk framleiðslu.

 

Lepido tæknin er nú notuð af stóreldhúsum og framleiðslustöðvum víða um Evrópu til að ná aftur umframhita í menguðu útblásturslofti. Sem dæmi má nefna að í stærstu pönnukökuverksmiðju Evrópu sem staðsett er í suðurhluta Svíþjóðar mun kerfið endurheimta 1.500.000 kWh á ári.

enjay-dirt-1.webp
enjay_oursolution_PRG_image.webp

Particle Repellent Geometry (PRG®)

Lepido endurheimtir orku úr menguðum loftstraumum með allt að 68% skilvirkni þökk sé einkaleyfisbundnu Particle Repellent Geometry (PRG®) aðferðarfræðinni.

 

Hvernig virkar PRG?

 

Lepido, sem er þungur varmaskiptir, hann er stærri en hefðbundinn varmaskiptir. Ástæðan er að þarf pláss fyrir einkaleyfisbundnu PRG spóluna. Bilið á milli í spólunni er mun stærra en milli eininga í hefðbundnum varmaskipti.

 

Útkoman er einstakt loftflæðismynstur þar sem flestar agnirnar geta farið í gegnum varmaskiptinn í stað þess að festast við spólurnar. Þetta hægir á uppsöfnuninni á vafningunum og gerir loftþrýstingsfallið lítið, jafnvel þótt húð hafi myndast.Lepido, sem byggir á spólu með hundrað prósent mótstraumi og mörgum vökvamynstri, hefur sama yfirborðsflatarmál hitaflutningseiningar og hefðbundinn varmaskiptir.

Er vandamál með loftræsikerfið?

Eru síurnar alltaf að stíflast? 

Vertu í sambandi og við finnum lausnina!  

Circula í samvinnu við ENJAY býður fyrirtækjum og stofnunum að athuga hvort Lepido varmaskiptarnir henti ykkar kerfi. ​Gerð er úttekt á þörfinni, ENJAY reiknar út hvaða búnað þarf ykkur að kostnaðarlausu og svo er gefið óskuldbindandi tilboð. 

Tilboðið gengur út á sparnað þ.e. búnaðurinn á að borga sig á ákveðnu tímabili. Í sumum tilfellum hefur búnaðurinn borgað sig niður á innan við einu ári en talið er hagkvæmt að fjárfesta í svona búnaði ef hann borgar sig upp á 3 til 5 árum. verkefnin eru eins mismunandi og þau eru mörg og ekki hægt að segja til um hversu hratt búnaðurinn borgar sig upp fyrir fram en ENJAY reiknar það út, ykkur að kostnaðarlausu. 

bottom of page