ENDURVINNSLA
Á SAMSETTUM
PAPPAUMBÚÐUM
Gefum sorpi nýtt líf!
Circula vinnur að því að setja á fót verksmiðju til að framleiða sterkar, fjölnota byggingaplötur úr samsettum pappaumbúðum. Markmiðið er endurvinnsla á hráefni sem annars er alfarið flutt úr landi og hefur að stórum hluta verið brennt. Með þessu gefum við sorpi nýtt líf og umbreytum því í endingargóðar byggingarplötur. Það eru byggingaplötur með 80 til 90% minna kolefnisspor miðað við hefðbundnar byggingaplötur.
Á Íslandi falla til á milli 3 og 4 þúsund tonn af samsettum pappaumbúðum. Kostnaður er við að senda þetta hráefni til útlanda og það eykur kolefnisfótspor þjóðarinnar.
Byggt á nýjustu tölum frá ACE og þýsku umhverfis- og neytenda-samtökunum DUH, hefur verið reiknað út að meðalinnihald samsettra pappaumbúða sé:
-
72,5% pappatrefjar
-
24% plast fjölliða
-
3,5% ál
DUH bætir við að pappírsinnihald öskju geti verið á bilinu 53%–80% og fer það eftir tegund umbúða og mörkuðum. Umbúðir á Íslandi eru öðruvísi en á Spáni undir sömu matvæli. Vandamálið við endurvinnslu svona umbúða er þessi samsetning á efnunum en "vandamálið" verður að lykillausninni við framleiðslu þessara platna.
Mikill ávinningur er fyrir verktaka og aðra notendur. Þetta eru fjölnota plötur og geta þær komið í staðinn fyrir:
-
gifsplötur
-
spónaplötur
-
OSB og krossviðsplötur
Hægt er að nota þessar plötur bæði inni og úti.
Yfir 50% af samsettum pappaumbúðum eru brenndar eða urðaðar í Evrópu. Sem dæmi er endurvinnsluhlutfall Tetra Pak einungis u.þ.b 45%, en auk umhverfisáhrifanna er einnig umtalsverður kostnaður fyrir samfélagið sem fylgir förgun á slíkum umbúðum.
-
Við spörum gjaldeyri með minni innflutningi á plötum
-
Við minnkum kolefnisspor þjóðarinnar
-
Við sköpum störf með innlendri framleiðslu
-
Við notum innlenda orku
Verksmiðjan mun framleiða níðsterkar byggingaplötur úr þessum samsettu umbúðum. Ætlunin er að nota framleiðslutækni sem er einkaleyfisvarin og gefur möguleika á að endurvinna allan samsettan pappaúrgang sem fellur til hér á landi
Staðsetning verður á Hellu og hefur sveitarfélagið tekið frá lóðir undir verksmiðjuna á nýlega skipulögðu iðnaðarsvæði.
HRINGRÁSARHAGKERFIÐ
100% úr endurunnum umbúðum í framleiðsluferli með:
-0 úrgangi
-0 útblæstri
-100% grænni orku
-100% endurvinnanlegt
Niðurstaða: Fellur 100% að hringrásarhagkerfinu.
SAMFÉLAGSLEGT
Endurvinnsla svona auðlindastrauma á að vera einn hluti af heildarlausninni þegar kemur að heildarsýn á hringrásarhagkerfið. Allir í samfélaginu ættu að stuðla að því, hver og einn á sinn hátt að svona verkefni verði að veruleika. Framlag almennings, fyrirtækja og stofnanna er mikilvægt. Með því að flokka vel og styðja við sveitarfélögin í að láta allt ferlið ganga upp samfélaginu til heilla.
Circula mun endurnýta
Allir hagaðilar þurfa að stuðla að betri nýtingu sorps sem hráefnis í stað þess að senda það í brennslu erlendis. Væntanleg verksmiðja getur endurunnið nokkrar gerðir af sorpi sem fellur til um allt samféalgið.
Sjálfbærni er lykilhugtak í Hringrásarhagkerfinu - virðum það og flokkum!
Það skiptir máli að endurvinna
Framleiðslan mun skipta verulegu máli með endurvinnslu á öllum samsettum pappabúðum, sem annars myndu fara í úrgangsstrauma þar sem stór hluti efnisins færi í brennslu.
Plöturnar eru einnig 100% endurvinnanlegar aftur og aftur með sömu aðferð án sóunar, útblásturs eða aukakostnaðar, þar sem hægt er að gera úr þeim nýjar plötur.
Eftir því sem framleiðslan mun vaxa, vex getan til að gera jákvæðar breytingar á hringrásarhagkerfinu. Þannig getum við gert byggingar-geirann sjálfbærari.
Að skipta yfir í plöturnar frá Circula þýðir allt að 90% CO2 íg sparnað.