
VARMASKIPTAR FRÁ POZZI LEOPOLDO
ENDURHEIMT GLATVARMA
HREIN NÝSKÖPUN

POZZI LEOPALDO er ítalskt fyrirtæki hefur starfað óslitið frá árinu 1885. Fyrirtækið framleiðir sérstaka varmaskipta sem eru ætlaðir til notkunar þar sem mengaðir og/eða skítugir vökvar eru notaðir. Venjulega er erfitt eða nánast ómögulegt að nota varmaskipta við slíkar aðstæður. Ástæðan er einföld, skítugir eða mengaðir vökvar stífla, setjast utan og innan á allan búnað. Það dregur fyrst úr skilvirkni en endar svo með því að stífla varmaskiptana.
RHeX varmaskiptarnir frá POZZI eru einstakir að því leitinu að þeir stíflast ekki þó að vökvinn sem oftast er frárennslis vatn sé skítugur eða með restar í sér eins og t.d. textíl.
Þessi einkaleyfisbundnu varmaskiptar eru einstakir. Bæði er virknin þannig að ekkert festist við og svo er allur búnaðurinn sem skiptir máli úr ryðfríu rafhúðuðu stáli sem endist vel.
Varmaskiptar hafa verið til lengi, eru af öllum mögulegum stærðum og notaðir í allskonar iðnaði og rekstri. Almenningur hefur oft heyrt nafnið en gerir yfirleitt ekki greinarmun á tegundum eða eðli þeirrar tækni sem liggur að baki. Með tilkomu hitaveitna hér á landi urðu varmaskiptar algengir og hlutverk þeirra gengur í prinsippinu út á að leiða varma frá vökva eða loftstraumi og yfir í annan vökva án þess að um blöndun verði að ræða.
Hér er hlekkur á RHeX bækling
DÆMI UM NOTKUN Á RHeX
Það er mjög víða not fyrir RHeX varmaskiptana

Þvottahús
Endurheimt glatvarma frá þvottavélum

Matvælaiðnaði
Hentar vel í
alifuglasláturhúsum

Í iðnaði hverskonar
Fjölbreytt not fyrir endurheimt glatvarma
HREIN NÝSKÖPUN
Það er mjög víða not fyrir RHeX varmaskiptana
RHeX er óhefðbundinn snúnings varmaskiptir sem er sérstaklega hannaður til að endurheimta orku úr menguðu frárennsli sem annars færi forgörðum.
Hefðbundnir iðnaðar varmaskiptar (skel og rör, plata, pípa í pípu osfv.) hafa tilhneigingu til að stíflast, skemmast eða missa á annan hátt skilvirkni við vinnslu á óhreinum vökva.
Þessir hefðbundnu varmaskiptar henta ekki fyrir óhreinan vökva sem kemur frá menguðu frárennsli.
RHeX er nýstárlegur varmaskiptir sem er engum öðrum líkur. Hann endurheimtir glatvarma úr vökva með miklu magni óhreininda með því að:
halda stöðugum snúningi skiptiflatanna (skífanna) nær hann að halda sér hreinum og þannig viðhalda stöðugri skilvirkni.
Yfirborð skífanna er úr ryðfríu rafhúðuðu stáli sem gefur mjög slétt yfirborð. Með stöðugum snúningi er komið í veg fyrir að óhreinindi festist við.


AUKIN AFKÖST RHeX® MEÐ NÝRRI HÖNNUN
RHeX® snúnings varmaskiptir POZZI LEOPOLDO hefur framleitt og selt meira en 5.000 varmaskipta um allan heim.
þannig hefur RCR snúningsvarmaskiptirinn fengið „de facto“ stöðu sem sá besti til að endurheimta glatvarma úr mjög menguðum straumi. Tíminn líður og tækninni fleygir fram, þannig að eftir 25 ára óumdeildan árangur, var ákveðið að endurhanna RCR módelið og út úr því kom RHeX® módelið sem enn betri varmaskiptir, sennilega sá besti á markaðnum. POZZI fék styrk Horizon 2020 rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins til að klára þessa hönnun þar sem talið var að verkefnið gæti haft veruleg áhrif á endurheimt glatvarma um alla Evrópu.


Eldra RCR módelið

Nýja RHeX módelið
RHeX
Endurheimtir Glatvarma

RHeX verkefnið hefur hlotið styrk frá Horizon 2020 rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópu-sambandsins samkvæmt styrksamningi nr. 723930.
SAGA POZZI LEOPOLDO
Stórmerkilegt fyrirtæki með langa sögu - hlekkur á POZZI hér