CIRCULA ER FRAMSÆKIÐ FYRIRTÆKI SEM BÝÐUR NÝTÍMA TÆKNILAUSNIR FYRIR ALLAR TEGUNDIR BYGGINGA.
Við leggjum áherslu á að finna og kynna lausnir sem skipta máli fyrir samfélagið. Hér er átt við lausnir sem
eru hagkvæmar og sem nýtast einstaklingum, samfélagshópum og þjóðfélaginu í heild, með því að sameina aukið öryggi og velferð.
Við stöndum frammi fyrir miklum breytingum á komandi árum. Gert er ráð fyrir mikilli aukningu fólks yfir 65 ára aldri í OECD ríkjunum, sem endurspeglar almenna öldrunarþróun í heiminum. Þetta felur í sér sérstakar áskoranir, einkum varðandi það að tryggja öryggi og velferð einstaklinga sem vilja halda sjálfstæði sínu með því að búa áfram á eigin heimilum. Stjórnvöld hvetja aldraða til að búa heima eins lengi og mögulegt er, þar sem of dýrt er talið að veita stuðnings- og þjónustuhúsnæði fyrir alla.
Þá þarf snjallar og öruggar lausnir!

Fyrirmynd í forvörnum er ætlað að sameina á einum vettvangi margskonar forvarnir:
Forvarnir til að tryggja öryggi á heimilum m.a. með:
- forvörnum til að minnka eða koma í veg fyrir vatnstjón - sjá nánar hér.
- forvörnum til að minnka eða koma í veg fyrir eldsvoða, slys og dauðsföll - sjá nánar hér.
- forvörnum til að bæta loftgæði bygginga og koma í veg fyrir veikindi og dauðsföll - sjá nánar hér.
auk:
- forvarna til að tryggja öryggi sjófarenda og koma í veg fyrir drukknun bátafólks og smábáta sjómanna - sjá nánar hér.


MARKMIÐ CIRCULA
Að tefla fram viðurkenndum lausnum með áherslu á forvarnir og þær helstar eru:
- Forvarnir til að koma í veg fyrir vatnstjón á heimilum, í fyrirtækjum og stofnunum.
- Forvarnir til að koma í veg fyrir eldsvoða á heimilum, í fyrirtækjum og stofnunum.
- Forvarnir til að koma í veg fyrir heilsutjón af völdum lélegra loftgæða á heimilum, í fyrirtækjum og stofnunum.
Ef horft er til nágrannaþjóða okkar þá eru þau mörg hver komin töluvert lengra í allskonar forvörnum og hafa sett þær í lög og reglugerðir til að vernda borgara sína.
Það er eitt af markmiðum Circula að hafa áhrif á laga og reglugerðarsetningar til að koma á notkun öflugra forvarna sem sumar hverjar hafa verið í notkun í áratugi í Evrópu en hafa ekki ratað hingað til lands einhverra hluta vegna.
Mæling loftgæða
innandyra
Með stöðugri vöktun loftgæða nota fyrirtæki og stofnanir loftgæða-mæla til að safna gögnum allan sólarhringinn. Þannig verður til heildarmynd af ástandi innilofts og rauntíma sýnileiki. Ólíkt skyndi-prófum sem eru gerð nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar, fer þessi tegund af vöktun stöðugt fram í bakgrunni. Það gerir stjórnendum og rekstraraðilum bygginga kleift að fylgjast með loftgæðum og finna frávik eða hagræðingartækifæri.


Hér er bein tilvitnun í Literature review on chemical pollutants in indoor air in public settings for children and overview of their health effects:
"Mengunarefni sem finnast í innilofti í skólum og öðrum opinberum aðstæðum fyrir börn eru svifryk (PM), rokgjörn og hálfrofin lífræn efnasambönd (VOC og SVOC), fjölhringa arómatísk kolvetni (PAH), aldehýð, moskus, þalöt, ólífræn efni, CO2, (koltvísýringur) köfnunarefnisdíoxíð (NO2), óson (O3)) og önnur lífræn og ólífræn efnasambönd, þar á meðal eru vel þekkt ofnæmis-, ertandi og krabbameinsvaldandi efni.
Í rannsóknum á loftmengun í evrópskum skólum, leikskólum og dagvistarheimilum sem gerðar voru á árunum 2012 til 2017 voru um 90 efnamengunarefni greind. Oft var greint frá styrk sem fór yfir innlend og alþjóðleg viðmiðunargildi.
Í mörgum rannsóknum er greint frá því að vísbendingar eru um tengsl á milli heilsuáhrifa og útsetningar fyrir bæði einstökum efnum og blöndun mengunarefna. Útsetning fyrir loftmengun innandyra tengist ýmsum heilsufars-vandamálum hjá börnum, þar á meðal áhrifum á öndunarfæri, taugakerfi og ónæmiskerfi og skerðingu á vitsmunaþroska.
Það getur einnig aukið hættuna á heilsubrestum síðar á ævinni, þar með talið vegna hjarta- og æðasjúkdóma eða krabbameins. Sýnt hefur verið fram á tengsl milli lélegra loftgæða innandyra og lélegrar heilsu í innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, svo sem, Interventions on Health Effects of School Environment, og Schools Indoor Pollution and Health Observatory Network in Europe, auk annarra rannsókna sem gerðar hafa verið á WHO Evrópusvæðinu og á heimsvísu."
Eru þetta efni sem að börnin okkar anda að sér í skólum landsins?

Loftgæði skipta okkur öll máli. Covid faraldurinn lokaði öllum heiminum á örfáum vikum. Fólk um allan heim var lokað inni í íbúðum sínum svo vikum skipti og mátti ekki fara út. Með þessum Covid faraldri uppgötvaði heimurinn allur hversu loftgæði eru mikilvæg heilsu manna. Sem betur fer hafa fyrirtæki þróað lausnir til að bæta loftgæði, sem virka á sýkla, eyða lykt, myglu og VOC.
Sýkingar á heilbrigðisstofnunum eru einnig alvarlegt og útbreitt vandamál þar sem áætlað er að 1 af hverjum 30 sjúklingum fái sýkingu á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur. Centers for Disease Control (CDC) í Bandaríkjunum áætlar að sjúkdómar séu orsök 1,7 milljónir sýkinga árlega á heilbrigðisstofnunum og talið er að dauðsföll í tengslum við þær séu 98.000 á hverju ári.
Talið er að yfir 33% sýkinga í heilbrigðisþjónustu séu tengd loftsmiti.
Hvað er í loftinu sem þú andar að þér?
Nokkrar staðreyndir
40%
Byggingariðnaðurinn stendur fyrir 40% af kolefnisfótspori landsins.
45%
Byggingarefni eru þar af 45%.
30%
Erlendar rannsóknir sýna að lofræsikerfi í nýjum eða ný-legum byggingum eyða að jafnaði 30% meiri orku en gert var ráð fyrir í hönnun.
80%
Með því að nota URSA Air lofræsi-stokka þá sparast orka og kolefnis-sporið verður um 80% minna.


Nýsköpunaraðferðir fyrir grænni framtíð
Circula stefnir á að beita nýjustu aðferðum til að framleiða umhverfisvænar bygginga-plötur. Tilgangurinn er að hafa jákvæð áhrif á byggingariðnaðinn og nýta úrgangsstrauma sem annars fara að mestu til brennslu í útlöndum.
Sá sem leggur frá sér mjólkurfernuna við morgunverðarborðið reiknar kannski ekki með því að hún geti orðið að sterkri og endingargóðri byggingarplötu í vikunni á eftir. En það er markmið Circula að gefa sorpi nýtt líf.
