
MIKILVÆGI GÓÐRA LOFTGÆÐA Í MATVÆLAIÐNAÐI
Umfjöllun KVEIKS nú í janúar um mistök við meðhöndlun matvæla á leikskóla minnir okkur á mikilvægi þess að rétt sé farið með matvæli á öllum stigum. Þegar heilsa fólks og líf er undir er mikilvægt að allt sé gert til að minnka hættuna á hverskonar frávikum, smiti eða sýkingu. Hættan er alltaf til staðar, matvælaiðnaður byggist á fólki og fólki fylgir allskonar auka og sumt af þessu auka viljum við alls ekki fá inn í keðjuna. Úr haga í maga er langur ferill og ekki auðvelt að halda öllu 100% alla leið. Við búum svo vel að eiga frábæra bændur sem af ábyrgð skila sinni framleiðslu áfram til vandaðra afurðastöðva. Frá afurðastöðvum að borði neytenda er síðan ótrúlegur fjöldi fyrirtækja og stofnanna sem tryggja okkur heilnæman hollan matardisk.
Loftgæði skipa máli allan tímann sem verið er að meðhöndla matvæli. Í fiskiðnaði, hjá grænmetisframleiðendum, kjötvinnslum, verslunum, stóreldhúsum og veitingastöðum. Alls staðar skipta loftgæði máli til að koma í veg fyrir óæskilegan örverugróður, bakteríusmit frá fólki eða hvað það nú er sem getur haft áhrif.
Samstarfsfyrirtæki Circula framleiða búnað sem hefur sýnt sig að virkar mjög vel til að fækka og eyða vírusum og bakteríum, myglugróum eða mögulegum ofnæmisvöldum þar sem matvæli eru meðhöndluð.