URSA endurnýjaði umhverfisvottun sína!
URSA notaði næstum 70% endurunnið efni við framleiðslu sína,
með endurvinnslu á tæplega 36.000 tonnum árið 2023
Árið 2023 voru ákveðin tímamótin hjá URSA þegar fyrirtækið fékk endurskoðað umhverfisgæðavottorð sitt. Fyrirtækið notar að lágmarki 60% endurunnið efni í framleiðslu glerullar. Hlutfallið fer hins vegar stundum alveg upp í 85% en það fer m.a. eftir aðstæðum á hrávörumörkuðum.
Á hverju ári eykur fyrirtækið endurunnið efni við framleiðslu sína, styður þannig við hringrásarhagkerfið og minnkar kolefnisfótspor þess.
Árið 2023 voru 69,6% af hráefninu sem URSA notaði til að framleiða glerull komið frá öðrum iðnaði, svo sem bíla- eða matvælaiðnaði.
Endurvinnsla skiptir máli!
Umhverfis gæðavottun:
„Þetta merki gefur okkur miklu meira en bara vitneskju um hvaða prósentu af endurunnnu efni það er sem við notum. Þökk sé því getum við tryggt rekjanleika efnanna okkar, sem gerir okkur kleift að þekkja nákvæmlega eiginleika og feril á vörunum okkar, á sama tíma og við komum í veg fyrir myndun úrgangs og hvetjum til upptöku byggingaraðferða sem styðja við hringrásarhagkerfið.“
Segir Marina Alonso, markaðsstjóri hjá URSA Ibérica.
- - -
Úr þessu gæðaefni eru panelarnir sem Circula flytur inn og markaðssetur. Með því að hanna og sníða þessa panela eru búnir til loftræsistokkar í öllum stærðum. Einnig eru það hné, té og allar mögulegar gerðir af samtengjum, allt eftir því hvernig kerfin eru hönnuð. Nefna má að framleiddir hafa verið yfir 250 milljón fermetrar af loftræsistokkum úr glerull í heiminum. Á Spáni, þaðan sem þessir stokkar koma, eru milli 70 og 80% allra loftræsistokka úr glerull.
Kostirnir við loftræsistokka úr svona endurunnu gleri eru ótal margir en til að nefna nokkra helstu:
-
INCARE TÆKNIN - InCare tæknin byggir á örverueyðandi eiginleikum kopars. Rannsóknir gerðar af óháðum rannsóknarstofnunum staðfesta að stokkarnir draga úr bakteríum og vírusum um allt að 99,99%. Listinn yfir notkun kopars (bæði hreins og sem málmblendi) er ansi langur en um helmingur af þeim kopar sem framleiddur er í dag er nýttur í byggingar, þar á meðal í handrið og hurðarhúna vegna bakteríudrepandi eiginleika. Þessa eiginleika hefur URSA innleitt í lofræsigeirann með InCare tækninni. Enginn framleiðandi af loftræsistokkum býður upp á samskonar tækni.
-
AUÐVELT UPPSETNING - Það er ótrúlega auðvelt að vinna með URSA AIR stokkana og niðurstaðan er hröð uppsetning í einu þrepi samanborið við mörg þrep sem annars er krafist þegar um einangraða stokka er að ræða. URSA AIR stokkarnir eru líka >50% léttari en málmstokkar + steinullar einangrun og ekki hægt að líkja saman vinnulega séð.
-
ORKUSPARNAÐUR - hitaeinangrun - URSA stokkarnir spara orku með því að tryggja framúrskarandi hitaeinangrun. Loftinu er haldið fersku og á réttu hitastigi, sem aftur tryggir betri innivist.
-
ORKUSPARNAÐUR - Þéttleiki - Ytri hlið stokkanna er með styrktu ályfirborði sem tryggir þéttleika. URSA AIR Zero 2 stokkarnir falla í besta loftþéttleikaflokkinn (D) sem gefur mikinn orkusparnað yfir allan líftíma byggingarinnar.
-
HLJÓÐEINANGRUN - URSA stokkarnir auka hljóðeinangrun. Einangraðir stokkarnir dempa hljóðið sem myndast frá vélrænum hluta loftræsikerfa, sem leiðir til hljóðlátari og þægilegri innivistar. Tekið skal fram að hægt er að festa stokkana beint á veggi og loft þar sem þeir leiða ekki hljóð! Hægt er að skoða link á útreikninga varðandi hljóðeinangrun hér.
-
UMHVERFISVÆNT - URSA stokkarnir framleiddar úr endurunnu gleri allt að 85% og hafa verið vottaðar til að uppfylla kröfur um grænar byggingar. Auðvelt er að taka stokkana í sundur og endurvinna þegar endingartíma þeirra er lokið. Framúrskarandi hitaeinangrun og loftþéttleiki draga enn frekar úr umhverfisáhrifum loftræstikerfisins.
-
HÁÞRÝSTINGSÞOL OG ENDING - URSA stokkar þola stöðugan þrýsting allt að 800Pa. URSA stokkarnir endast auðveldlega í yfir 30 ár án þess að tapa afköstum.
-
AUÐVELT VIÐHALD - URSA stokkarnir eru gerðar úr náttúrulegum efnum sem eru örugg í notkun. Auðvelt er að þrífa yfirborðið margsinnis án sérstakra efna sem takmarka viðhaldskostnað.