LIGHTING
Panelar
DESIGNED TO GLOW panelarnir eru hrein viðbót við hinar seriurnar. Það er auðvitað alger snilld þar sem hægt er að blanda saman ljósapanelum með öllum öðrum módelum frá FORM AT WOOD. Skiptir ekki máli hvaða panell er valin, hægt er að fá hluta þeirra eða jafnvel alla með ljósi og eykur það enn á fjölbreytnina. Um er að ræða LED lýsingu sem endist í áratug.
HVERNIG NOTUM VIÐ LJÓSA PANELANA?
Hér að neðan er skilgreint hvernig ferlið er þegar ákveðið er að nota ljósapanela. Þetta eru í raun 5 grundvallar skref og við vinnum með hönnuðum eða kaupendum á öllum stigum. Þetta geta verið sérsniðnar lausnir en hönnuðir hafa ákveðið frelsi til að velja hvaða panela skuli lýsa upp.
LIGHTING panelar
Gott er að hafa í huga að yfir daginn og þegar slökkt er á ljósunum í panelunum þá líta þeir allir eins út. Þegar rökkvar er fallegt og notalegt að kveikja ljósin og þá er í raun allt önnur upplifun af veggnum enda skerpir ljósið viðartilfinninguna. Flestir upplifa viðar klæðningar sem notalegar og heimilislegar, hvort sem þær eru notaðar á heimilum eða vinnustöðum. Hér til hliðar er linkur á Instagram síðu FORM AT WOOD og að neðan er linkur á meiri upplýsingar um þessa skemmtilegu útfærslu.