Orka
Á undanförnum áratugum hefur íslenskt samfélag komið sér upp og notið ódýrrar raforku og nokkuð öruggrar afhendingar til heimila og almennra fyrirtækja. Staðreyndin er sú að raforkuverð á Íslandi hefur verið það lágt fram að þessu að nýir orkukostir, orkusparnaður og endurheimt orku hafa átt erfitt uppdráttar í samkeppni við þá orkukosti sem fyrir eru. Það er vel þekkt staðreynd að Íslendingar eru orkusóðar og við opnum frekar gluggann en að lækka í ofninum ef það verður of heitt inni. Það búa þó ákveðin svæði og landshlutar við hlutfallslega hærra orkuverð en ásættanlegt er og á komandi árum mun orka hækka í verði.
Bætt orkunýting
Meðal markmiða orkustefnu stjórnvalda til 2050 er bætt orkunýting og að sóun skuli lágmörkuð. Ísland hefur jafnframt, ásamt aðildarríkjum ESB og Noregi með vísan til Parísarsáttmálans, sett sér metnaðarfull loftslagsmarkmið. Þau gera ráð fyrir 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 og lögfest hafa verið markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Loftslagsvegvísar fyrir mannvirkjagerð og aðrar stórar atvinnugreinar hafa verið settir fram á vettvangi SA. Svo eru það auðvitað metnaðarfull markmið Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga. Til þess að hægt sé að ná öllum þessum metnaðarfullu markmiðum þarf markaðurinn að koma með lausnir og þar kemur Circula sterk inn.
Falin orkusóun er víða í samfélaginu en oftar en ekki kemur hún ekki í ljós vegna þess að ekki er verið að leita. Bætt orkunýting er eitt af þeim atriðum sem þjóðfélagið í heild þarf að fara að huga að. Niðurstöður úr rannsóknum erlendis hafa bent til þess að hægt sé að spara orku mjög víða og jafnframt er endurheimt orku ódýrasti valkosturinn í hverju þjóðfélagi. Talið er að maðurinn hendi u.þ.b. 70% af allri orku sem framleidd er á ári í heiminum og það er sorglegt til þess að vita. Einföldustu atriði eins og það að endurheimta 70% af þeirri orku sem nýtt er þegar við förum í sturtu er gerlegt en fæstum dettur í hug að svo sé.
Eyða orku við að losa sig við orku
Loftræsikerfi fyrirtækja og stofnana um land allt nota umtalsverða orku til að blása út orku án þess að nýta hana og lítið er gert til að breyta því. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að eldri loftræsikerfi og jafnvel nýleg eru að tapa umtalsverðri orku eða jafnvel milli 30 og 40%. Í ljósi þess að loftræsikerfi taka til sín stóran hluta þeirrar orku sem almennt er notuð í byggingum, þá liggur í augum uppi að það er til mikils að vinna að ná niður þessu orkutapi með öllum ráðum.
Hægt er að lækka kolefnisspor landsins með því að nýta núverandi orku betur sem eins og fyrr segir er ódýrasta orkan sem við fáum. Fæstir tengja saman notaðar glerflöskur og orkusparnað en hægt er að nýta slíkar flöskur til að framleiða loftræsistokka sem spara orku í loftræsikerfum.
Circula býður fjölmargar lausnir til að spara orku eða endurheimta glatvarma og hér að neðan eru nokkrar af þeim lauslega kynntar.
Þéttleiki skiptir máli
Við val á loftræsibúnaði er mikilvægt að taka alla þætti inni í. Þéttleika loftræsikerfa er víða mjög ábótavant, það sýna erlendar rannsóknir. Það er ekki ólíklegt að sama vandamál sé hér á landi en skortur er á rannsóknum á því sviði.
Eins mætti nefna að talið er að 75% allra bygginga í Evrópu þurfi að endurnýja með tilliti til lélegrar orkunýtingar og má draga þá ályktun að það eigi líka við hér á svipaðan hátt.
Fjöldinn allur af opinberum byggingum í eigu ríkis og sveitarfélaga falla undir ofannefnt og má reikna með að loftræsikerfi þessara bygginga séu að tapa 30 til 40% af þeirri orku sem það nýtir. Þetta eru stórar upphæðir!
Loftræsistokkar úr gleri
Circula er í samstarfi við tvö fyrirtæki sem framleiða loftræsistokka úr endurunnu gleri. Þessi má geta að búið er að framleiða yfir 250 milljón fermetra af slíkum stokkum á undanförnum áratugum. Þessir stokkar eru í þekktum húsum um allan heim og það sem einkennir slíka stokka er þéttleiki sem sparar orku, einangrun sem heldur hita og gefur betri hljóðvist.
Þessir stokkar eru í þéttleikaflokki D og það sparar mikla orku samanborið við kerfi með hefðbundna blikkstokka.
Svo eru þessir stokkar fisléttir sem bæði léttir á burðarvirki hússins og léttir vinnuálagi á þá sem vinna með þá. Stokkarnir leiða ekki hljóð og geta því legið þétt við bæði veggi og loft, þetta eru einungis örfá atriði af fjölmörgum frábærum eiginleikum þeirra.
Í víðara samhengi má benda á að konur eru ekki algengar í stétt blikkara. Eflaust má rekja það til þess að vinna við blikk og stál er bæði slítandi og henni fylgir mikill hávaði.
Loftræsistokkar úr endurunnu gleri eru auðveldir í meðhöndlun, þeir eru skornir með CNC vélum eða handskornir í stað þess að þurfa að nota blikkklippur eða slípirokka með tilheyrandi hávaða.
Uppsetning slíkra stokka er líkamlega auðveld þar sem stokkarnir eru fisléttir sem léttir mikið alla vinnu.
URSA loftræsistokkar úr endurunnu gleri
URSA AIR Panel Zero A2. Þessir stokkar hafa öll helstu gæði sem InCare tæknin býður upp á og má fullyrða að sennilega séu þeir bestu loftræsistokkar sem völ er á í heiminum í dag.
Zero 2 stokkarnir eru í flokki D hvað þéttleika varðar og það skiptir miklu máli upp á orkusparnað. Enn er verið að hanna lofræsikerfi með lágmarkskröfur um þéttleika, það kostar alltof mikla orkunotkun. Hafa ber í huga að loftræsikerfi sem sett er upp í dag mun að öllum líkindum endast næstu 30 til 50 árin og því skiptir miklu máli að vanda valið.
URSA AIR Panel Zero A2 loftræsistokkarnir eru með CE merkingu en almennt eru hefðbundnir loftræsistokkar úr stáli ekki CE merktir.
Veldu orkusparandi loftræistokka - sjá nánar hér.
Plasma Air lofthreinsilausnir
Plasma Air hefur háþróaðar lausnir til að bæta inniloft. Þessi búnaður býður upp á að hægt er að einfalda hönnun á nýjum kerfum, sem sparar við innkaup.
Jafnframt er hægt er að minnka innsog á útilofti því búnaðurinn hreinsar loftið og þannig er hægt að spara orku.
PlasmaSoft frá Plasma Air er margverðlaunaður ókeypis IAQP hugbúnaður til að reikna út kerfisþarfir í loftræsikerfum. Með því að nota International Mechanical Code OA er hægt að minnka innflæði lofts um allt að 75% með því að hreinsa loftið af skaðlegum ögnum, sýkingum og öðrum aðskotaefnum.
Til að fá aðgang að PlasmaSoft hugbúnaðinum smellið hér.
ENJAY Lepido varmaskiptir
Röravarmaskiptar eru vel þekktir og víða notaðir í iðnaði. Þeir gegna mikilvægu hlutverki í ýmsum vinnsluiðnaði (eins og efna, olíu og gasi) og eru oft notaðir í loftræstikerfi, þar sem vitað er að þeir eru sterkir og hafa góða eignleika.
ENJAY Lepido er fyrsta tegund nýrrar kynslóðar varmaskipta, sem eru hannaðir til að opna fyrir endurnýtingu á glatvarma í loftræstikerfum þar sem hefðbundnir varmaskiptar stíflast og bila.
Lepido HEX hefur verið sannreynt með ströngum prófunum. Hönnunarstillingar röra inni í Lepido, hrinda ögnum í loftstraumnum frá orkuflutnings-flötunum með því að búa til hröðun í kringum rörin, forðast Coandă áhrifin og undirþrýstinginn sem það skapar.
Lepido varmaskiptar eru bestir þar sem aðrir virka ekki vegna óhreininda. (sjá nánar)
Turning waste into watts
Sænska leiðin til að endurheimta glatvarma
Enduce varmaskiptir
Við látum alltaf eins við höfum endalaust heitt vatn að spila úr en sú er ekki raunin. Hvort heldur það eru köld svæði úti á landi eða bæir í nágrenni við Reykjavík sem eru í örum vexti allstaðar eru áskoranir varðandi heitt vatn.
Sundlaugar og íþróttahús þar sem sturturnar ganga meira og minna allann daginn eru dæmi um staði þar sem hægt er að spara orku strax.
Í hverri sturtuferð rennur ónytt orka í niðurfallið, orka sem hægt er að endurnýta. Með Enduce varmaskiptinum sem liggur í sturtubotninum er hægt að endurheimta 70% orkunnar á einfaldan hátt í hverri sturtuferð.
Nánar um Enduce varmaskipta hér.
Endurheimt orku
Nýta má raforku á Íslandi mun betur en nú er gert. Alls eru tækifæri til bættrar orkunýtni um 1.5 TWst á ári, eða sem nemur um 8% af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar.
Þetta kemur fram í skýrslu sem danska ráðgjafarstofan Implement vann fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkustofnun og Landsvirkjun og skilaði í október 2023.
Skýrslan er fyrsta heildstæða greining sinnar tegundar á bættri orkunýtni hér á landi. Markmið verkefnisins var að varpa ljósi á umfang tækifæra á Íslandi til bættrar orkunýtni og raforkusparnaðar og auka vitund um og skilning á orkunýtni.
Orkunýtni og sparnaður er ein af meginstoðum orkustefnu Ísland, um sjálfbæra orkuframtíð.
Endurheimt orka er ódýrasta orka sem hægt er að fá. Falin orkusóun er mjög víða og stjórnendur fyrirtækja og stofnanna allt of oft ómeðvitaðir um það.
Það er mikilvægt að endurheimta orku!
Fram kemur í skýrslunni að stærstu auðsóttu tækifærin til orkusparnaðar sé að finna í einkageiranum og opinberri þjónustu, eða 320 GWst.
Stór tækifæri sé einnig að finna í bættri orkunýtni til hitunar þar sem notast er við raforku (178 GWst), og endurnýtingu glatvarma frá iðnaði (357 GWst)
Circula býður annars vegar ENDUCE sturtubotna fyrir heimili og stofnanir eins og sundlaugar til að endurheimta allt að 75% orkunnar. Hins vegar ENJAY varmaskipta sem endurvinnur allt að 68% orkunnar í formi glatvarma úr heitum, menguðum útblæstri frá atvinnuhúsnæði