Námskeið
URSA Duct Construction námskeiðið
Nýlega greindu fjölmiðlar frá einni af helstu niðurstöðum Davos Forum:
„65% barna í dag munu starfa í starfsgreinum sem eru ekki til eða eru rétt að verða til. Kröfur til sérhæfðs fagfólks eru í stöðugri þróun til að það geti lagað sig að nýjum og krefjandi þörfum í breyttu samfélagi."
Þetta á við um URSA skurðarmenn, það eru fagaðilar sem sérhæft hafa sig í að skera, setja saman og tengja loftræsistokka frá URSA úr glerull. Þetta er starfsgrein sem foreldrar okkar vissu ekki að væru til en hefur orðið til og margfaldast á undanförnum árum í Evrópu. Nú er komið að okkur Íslendingum að læra handbragðið.
Á námskeiðinu er einnig fjallað um raunveruleg og hagnýt dæmi um útreikning á hljóðvist loftræstikerfa. Slík dæmi eru viðbót við tæknilega þjálfun um hljóðvist og hugtökin sem þar eru útskýrð. Notast er við myndir úr OPEN BIM URSA AIR forritinu og hljóðútreikningar hafa verið gerðir með „HVAC_Duct_Acoustics“ töflureikni.
URSA og Circula munu halda fyrsta URSA Duct Construction námskeiði í samstarfi við Iðu Fræðslusetur fljótlega.